Sunnudagur 5. janúar, 2025
-7.2 C
Reykjavik

„Allt er að fara til fjandans hjá SÁÁ“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikill styr hefur staðið um starfsemi SÁÁ að undanförnu og er búist við hörðum slag á aðalfundi samtakanna sem fer fram næstkomandi þriðjudag þegar m.a. verður kosið um nýjan formann. Tveir sækjast eftir formennsku, þeir Einar Hermannsson, stjórnarmaður í SÁÁ, og Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi formaður SÁÁ og yfirlæknir á Vogi. Báðir segjast vilja skapa frið innan samtakanna. Nóg sé komið af átökum.

Sakaðir um einelti

Nýlega sendu 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ frá sér yfirlýsingu þar sem stjórnunarhættir Þórarins voru harðlega gagrýndir og stuðningi lýst yfir við Einar sem formann. Þórarinn var þar sakaður um yfirgengilegt ofbeldi í samskiptum, vanvirðingu, undirróður og valdabaráttu og sagt að hópur í kringum hann gæti ekki sleppt tökunum á gömlum tímum.

„Einn maður og aðdáendaklúbbur hans er kominn í stríð gegn meðferðarstarfinu, starfsfólkinu og sannleikanum sjálfum, allt til að fróa hugarvili eins manns.“

Í vetur voru Þórarinn og Arnþór Jónsson, fráfarandi formaður SÁÁ, enn fremur sakaðir um einelti í garð æðstu stjórnenda á Vogi eftir að Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir sagði stafi sínu lausu vegna samskiptaörðugleika við Arnþór og Þórarinn. „Mér finnst svo glatað þegar þetta fer að snúast um einhverja einstaklinga. Ég þoli alls konar skít og hef synt fram hjá honum lengi. En ég er ekki pólitíkus og kann ekki þennan leik,“ sagði Valgerður í samtali við Mannlíf.

Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi formaður SÁÁ

Mikil skömm

Undanfarna daga hafa ýmsir blandað sér í umræðuna, þar á meðal Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi formaður SÁÁ, sem segir í Facebook-færslu að mikil skömm sé af framferði Þórarins og fylgismanna hans. Segir hann hópinn kominn í stríð gegn meðferðarstarfinu og öryggi áfengis- og vímuefnasjúklinga. „Þórarinn og það fólks sem heldur að hann hafi einn og óstuddur læknað þúsundir hafa þyrlað upp moldviðri að hætti popúlista. Allt er að fara til fjandans hjá SÁÁ og enginn getur komið í veg fyrir það nema að Þórarinn verði endurreistur sem einvaldur. Einn maður og aðdáendaklúbbur hans er kominn í stríð gegn meðferðarstarfinu, starfsfólkinu og sannleikanum sjálfum, allt til að fróa hugarvili eins manns,“ segir Gunnar Smári á Facebook.

- Auglýsing -

Lestu meira um málið í Mannlíf.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -