Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Allt í þoku eftir COVID-19 – eftirköstin áfall

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það var auðvitað dásamleg tilfinning að labba út og kveðja allt góða Rauða kross starfsfólkið,“ segir Rakel Ósk Halldórsdóttir í ýtarlegu viðtali við Mannlíf þar sem hún lýsir upplifun sinni af COVID-19 og tveggja vikna einangrun á sóttvarnarhótelinu við Rauðarárstíg. Þar deildi hún herbergi með vikonu sinni en báðar smituðust þær í hópsmiti á Irishman Pub um miðjan september.

„…ég sá alltaf fyrir mér að þegar ég myndi labba út myndi ég bara vilja vera úti og hreyfa mig. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim var að sótthreinsa allt sem ég hafði tekið með mér og bara eftir það var ég bara búin á því og fékk svolítið áfall við það.“

Og þannig hefur það gengið. Rakel fór ekkert út fyrr en þremur dögum eftir heimkomu og þá í stuttan göngutúr. „Mér leið eins og ég hefði hlaupið 5 kílómetra og þá áttaði ég mig á því að þetta væri kannski svolítið mikið langhlaup. Ég upplifi mig sem hálfgerðan aumingja og það er það sem er erfiðast við þetta. Ég þarf að velja hvort ég labbi smá eða vinni smá.“ Rakel segist ekkert hafa unnið fyrstu vikuna eftir að hún kom heim. Svo hafi hún unnið tvo daga vikuna þar á eftir og svo á þriðja degi hafi hún algjörlega örmagnast. „Ég var bara í tölvunni og bara í samskiptum við fólk. En þetta er svo mikil síþreyta og miklir vöðvaverkir.“ Hún hafði þá ætlað að leggja sig í stuttan stund en svaf þá frá fjögur síðdegis til níu næsta dags. „Þetta er mjög ólíkt mér.“

Aðspurð segir Rakel enga eftirfylgni vera. Hún hafi fengið útskriftarsímtal en svo ekkert meir og á meðan ástandið er eins og það er finnist henni bara skrýtið að leita til læknis og kvarta yfir vöðvaverkjum á meðan einhverjir eru í öndunarvél. Þá hafi hún fengið mjög misvísandi skilaboð frá fagfólki. „Ég hef svolítið þurft að finna út úr þessu sjálf og það finnst mér mjög erfitt. Ég er svona týpa sem veð bara áfram og þarf einhvern til að hafa vit fyrir mér. Það eru auðvitað allir að gera sitt besta en það er alveg ljóst á öllu að það er mikið af ósvöruðum spurningum.“

Strákurinn hennar eldri var spurður að því um daginn í skólanum hvernig mamma hans hefði það eftir þetta allt saman. „Jú hún er bara hress en hún er bara búin að sofa síðan hún kom heim,“ segir Rakel og hlær.

„Ég stend mig stundum að því að horfa út um gluggann og langa ekkert heitar en að fara út að hreyfa mig en bara tilhugsunin við að þá þurfi ég að klæða mig í úlpu, skó og húfu þreytir mig svo ég sleppi því. Mér líður eins og allt sé í þoku og ég er svona við hliðina á sjálfri mér,“ segir Rakel Ósk um eftirköst COVID-19.

- Auglýsing -

Hér má lesa viðtalið í heild sinni

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -