Fimmtudagur 17. október, 2024
4.8 C
Reykjavik

Allt upp í loft í kjördæmi Bjarna Benediktssonar: Ögurstund varaformannsins rennur upp á sunnudag

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Allt er komið upp í loft í kjördæmi Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, eftir að varaformaðurinn, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, gaf kost á sér í annað sæti listans og fer þannig gegn Jóni Gunnarssyni og Bryndísi Haraldsdóttur. Jón hefur lýst yfir því í samtali við Mannlíf að hann muni verja sæti sitt og hvergi hvika fyrir varaformanninum.

Þórdís Kolbrún hefur átt erfitt uppdráttar í norðvesturkjördæmi þar sem hún er leiðtogi. Allt eins var búist við að hún yrði felld ef kosið yrði um forystusætið. Hún hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að loka sendiráði Íslands í Rússlandi og þannig stórskaða hagsmuni þjóðar sinnar og þá ekki síst Skagamanna sem misstu stórfyrirtækið 3X stál í gjaldþrot að hluta til vegna þess máls. Harður slagur hennar og Haraldar Benediktssonar, fyrrverandi oddvita Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, hefur skilið eftir sig sár sem ekki gróa. Þá þykir hún vera áhugalítil um eigið kjördæmi. Að margra mati var Þórdís Kolbrún án baklands í kjördæminu og það fór eins og Mannlíf spáði fyrir löngu að hún færði sig um set.

Bryndís Haraldsdóttir nýtur virðingar í kjördæminu fyrir störf sín og hún þykir hafa sett sig vel inn í mál og þá ekki síst málefni norðurslóða. Hún hafnaði í þriðja sæti í prófkjöri eftir að hafa tapað naumlega fyrir Jón Gunnarssyni. Hennar bakland er í Mosfellsbæ á meðan Jón Gunnarsson sækir sinn stuðning í Kópavog. Nái Kolbrún Þórdís þriðja sætinu hrekur hún  Bryndísi niður í fjórða sætið sem í stöðunni er vonlaust þingsæti. Það mun hins vegar jafngilda vantrausti á Þórdísi Kolbrúnu sem varaformann ef hún nær ekki öðru sætinu á undan Jóni. Við þetta bætist að Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, mun væntanlega taka slaginn um eitt af efstu sætunum. Þrjár sterkar konur munu því berjast um efstu sætin og fylgi þeirra nýtast illa á meðan Jón er einn á sínu róli.

Stjórn kjördæmisráðs suðvesturkjördæmis fundaði með kjörnefnd um fyrirkomulag uppröðunar. Stjórnin samþykkti tillögu kjörnefndar um að raða í efstu fjögur sæti listans. Boðað hefur verið til fundar í Valhöll á sunnudag þar sem tillagan verður borin upp. Með þeim fyrirvara að hún verði samþykkt fer fram annar fundur á sama stað klukkan 14 þar sem kosið verður um efstu fjögur sætin. Við þá ögurstund kemur í ljós hvort Bryndís og Jón standa af sér atlöguna og hvort Rósa fær byr í seglin. Rúmlega 400 manns hafa atkvæðisrétt á fundinum.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -