Sunnudagur 5. janúar, 2025
-11.2 C
Reykjavik

„Alltaf einhverjir fábjánar innan um hina“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Náttúrulaugar og manngerðar laugar og pottar úti í íslenskri náttúru eru hrífandi fyrirbæri. En flöskur, dósir, sígarettustubbar og annað rusl setur ljótan svip á þessa baðstaði.

Elvar Reykjalín, framkvæmdastjóri og eigandi heitu pottanna í Sandvíkurfjöru við Hauganes.

Mannlíf tók nokkra umsjónarmenn lauga og potta úti á landi tali til að forvitnast um umgengnina, meðal annarra var rætt við Elvar Reykjalín sem rekur heitu pottanna í Sandvíkurfjöru við Hauganes.

„Ég lét reyna á þetta því ég vil auðvitað hafa pottana opna allan sólarhringinn,“ segir Elvar. Hann neyðist nú til að kæla pottana á nóttunni vegna slæmrar umgengni gesta sem sækja pottana seint á kvöldin og nóttunni.

„Þetta er alveg fullreynt. Það er bara ekki hægt að hafa opið á nóttunni,“ segir Elvar í samtali við Mannlíf. „Það hefur komið í ljós að það eru alltaf einhverjir fábjánar innan um hina sem eyðileggja fyrir öðrum. Maður er bara sorgmæddur.“

Drukkið og djúsað langt fram á nótt

Elvar tekur fram að meirihluti þeirra sem sækja pottana séu til fyrirmyndar. „Almennt er þetta gott fólk og gengur vel um sem kemur hingað. En þegar kvölda tekur þá fer fólk að mæta sem er að drekka og djúsa langt fram á nótt. Það skilur eftir flöskur, jafnvel brotnar, og annað drasl,“ segir Elvar sem var í miðri tiltekt á svæðinu þegar Mannlíf náði tali af honum.

„Það skilur eftir flöskur, jafnvel brotnar, og annað drasl.“

- Auglýsing -

„Þetta er heilmikil aukavinna,“ segir Elvar um vinnuna sem fer í að þrífa eftir þá sem ganga illa um svæðið. „Maður hefur lagt rosalega mikla vinnu og pening í að gera svæðið flott þannig að það er leiðinlegt að örfáir skuli skemma og vera til leiðinda.“

Lestu umfjöllunina í heild sinni í nýjasta Mannlífi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -