Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
9.4 C
Reykjavik

Alltaf forðast textaskrif en gefur nú út ævintýrabók

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karólína Pétursdóttir er lesblind og hefur í gegnum tíðina forðast það að skrifa texta. En nú hefur hún skrifað bók sem er sérhönnuð fyrir lesblinda. Hún kom sjálfri sér á óvart þegar hún byrjaði að skrifa.

Hrauney er fyrsta bók Karólínu Pétursdóttur. Bókin er ævintýrabók skrifuð fyrir ungmenni og fjallar um 17 ára stelpu sem kemst yfir í álfaheim. „Þegar hún kemst í álfaheiminn er ekkert auðvelt að komast til baka. Bókin gerist á Íslandi en í annarri vídd,“ segir Karólína um bókina en passar sig að ljóstra engu upp.

Það sem gerir bókina einstaka er að hún er sérhönnuð fyrir lesblinda. Sjálf er Karólína lesblind og hefur oft átt erfitt með að komast í gegnum bækur vegna þess hvernig þær eru uppsettar.

„Ég er lesblind og fólkið sem hefur unnið með mér að Hrauney er meira og minna allt lesblint líka,“ segir Karólína og hlær. „Sjálf get ég ekki lesið hvaða bækur sem er og gefst oft upp á að lesa. Þannig að mér fannst tilvalið að hanna mína bók með lesblinda í huga,“ útskýrir Karólína.

Letur bókarinnar er hannað fyrir lesblinda og línu- og orðabil er meira en gengur og gerist. Blaðsíður bókarinnar eru einnig gulleitar sem hjálpar lesblindum að sögn Karólínu.

Sjálf get ég ekki lesið hvaða bækur sem er og gefst oft upp.

Letur bókarinnar er sérhannað fyrir lesablinda.

„Þetta hjálpar svakalega við lesturinn. Þetta letur kostaði aðeins meira en venjulegt letur og bókin varð aðeins lengri heldur en hún hefði þurft að vera. Þannig að allt ferlið varð aðeins dýrara en við gerðum ráð fyrir,“ segir Karólína hlæjandi.

„En það er algjörlega þess virði. Það fólk sem við höfum fengið til að prufulesa bókina fyrir okkur talar um að það haldist betur við lesturinn.“

- Auglýsing -

Kom sjálfri sér á óvart

Bókin er skrifuð fyrir unglinga en Karólína segir söguna vera skemmtilega fyrir alla sem hafa áhuga á ævintýrum.

Karólína segir að fyrir nokkrum árum hefði það aldrei hvarflað að henni að hún myndi skrifa bók. Hún viðurkennir að hún hafi alltaf forðast það eins og heitan eldinn að skrifa texta. Hún kom því sjálfri sér á óvart þegar hún byrjaði að skrifa.

„Mér hefði aldrei dottið í hug að ég myndi skrifa bók. Ég hef alltaf verið með minnimáttarkennd yfir þeim texta sem ég skrifa, vegna lesblindunnar. Ég skrifa ekki einu sinni færslur á Facebook. En þegar Elsa Egilsdóttir vinkona mín stakk upp á að við myndum gefa út unglingabók um álfa og huldufólk þá leist mér vel á það. Ég ætlaði bara að skrifa niður nokkra punkta til að byrja með og fá einhvern annan til að skrifa sjálfa bókina. En áður enn ég vissi af var ég búin að skrifa alla bókina,“ útskýrir Karólína.

Ég hef alltaf verið með minnimáttarkennd yfir þeim texta sem ég skrifa, vegna lesblindunnar.

- Auglýsing -

Karólína var að dreifa bókinni í búðir þegar blaðamaður náði tali af henni. „Tilfinningin við að klára bókina og vera á lokametrunum er rosalega góð. Þetta er búin að vera mikil vinna og það að gefa út bók er ekki beint það auðveldasta sem ég hef gert,“ segir hún og skellir upp úr.

Þess má geta að Karólína teiknaði meirihluta myndanna í bókinni sjálf og Elsa Egilsdóttir var henni innan handar í öllu ferlinu. Elsa hannaði forsíðu bókarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -