Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Allur þingflokkur Viðreisnar með Covid 19 – Hanna Katrín: „Leitt að fólk nærri mér þarf í sóttkví“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Kæru vinir, Þá liggur það fyrir, ég er komin með COVID smit og í einangrun, en einkennalaus enn sem komið er. Mér þykir sárt að horfa fram á að missa af jólahaldi með mínum nánustu – og að hafa sent dæturnar í sóttkví beint að loknum prófum. Ragnhildur bíður eftir endanlegri niðurstöðu,“ segir Hanna Katrín og bætir við:

„Stóra málið er þó að við sleppum við að veikjast illa. Ef sú gæfa fylgir okkur má jólaknúsið bíða. Mér finnst líka afskaplega leitt að hafa óafvitandi orðið til þess að annað fólk sem hefur verið nærri mér síðustu daga þarf að fara í sóttkví. Ég vona að það verði þó ekki meira en það.“

Staðan er því einfaldlega þannig hjá Viðreisn að „núna þegar allur þingflokkur Viðreisnar er  kominn í einangrun þá grípur annað Viðreisnarfólk boltann, og þar erum við sannarlega vel stödd!“

Einnig er Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingar er smituð af veirunni skæðu.

Ljóst er að smitin á Alþingi koma til með að hafa áhrif á störf þingsins næstu daga; allir 5 þingmenn Viðreisnar eru smitaðir.

Hanna Katrín greindist smituð í dag; þar með er allur þingflokkurinn smitaður, en starfsmenn Viðreisnar hafa einnig greinst með Covid 19.

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -