Alma Dagbjört Möller landlæknir er ein þeirra sem staðið hefur í eldlínunni undanfarnar vikur vegna útbreiðslu COVID-19 kórónuveirunnar hér á landi. Þríeykið, Alma, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafa nær daglega setið upplýsingafundi, þar sem þau hafa svarað spurningum blaðamanna af yfirvegun og öryggi.
„Þó að það sé sjaldan lognmolla í kringum Ölmu í vinnunni og dagarnir hennar oft langir og mjög strembnir þá er stutt í glens og grín þegar það á við. Hún er skemmtilegur vinnufélagi sem tekur sjálfa sig ekki of hátíðlega. Svo er eitt sem hún má eiga og er mjög mikill kostur, en hún hefur hugrekki til að skipta um skoðun. Alma er algjörlega laus við tilgerð og þú veist alltaf hvar þú hefur hana,“ segir Dagrún Hálfdánardóttir, lögfræðingur hjá Embætti landlæknis og samstarfskona Ölmu.
Lestu nærmynd um Ölmu í Mannlífi.