Föstudagur 15. nóvember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Alma firrir sig ábyrgð vegna ráðningar Sigríðar: „Sýnist spurningarnar eiga heima hjá Landspítala“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eins og kom fram í grein á Mannlíf var Sigríður Karlsdóttir lýtalæknir ráðin sem handarsérfræðingur á LSH.

Kom til að mynda fram í greininni ljósmynd af tímabókun hjá Sigríði þar sem hún kallar sig handarsérfræðing en ekki lýtalækni; en sérfræðingur í einni grein innan læknisfræðinnar má ekki kalla sig sérfræðing í öðru fagi en menntun viðkomandi segir til um.

Sjúklingur hjá Sigríði komst ekki að þessu fyrr en eftir að hafa gengist undir meðhöndlun hjá henni.

 

- Auglýsing -

Mannlíf sendi ítarlega fyrirspurn á netföng þeirra sem starfa innan heilbrigðiskerfisins sem gætu mögulega hafa borið ábyrgð á ráðningu Sigríðar.

Engin svör bárust frá þeim sem Mannlíf sendi spurningar á, en hins vegar svaraði aðstoðarmaður landlæknis, fyrrum blaðamaðurinn Kjartan Njáll Hreinsson, spurningunum.

Mannlíf sendi í gær á nýjan leik ítarlegan spurningarlista á nokkur netföng þeirra sem líklegt að er að hafi komið að ráðningu Sigríðar.

- Auglýsing -

Í dag barst eitt svar, frá Ölmu Möller landlækni, þar sem hún firrar sig ábyrgð á ráðningunni og bendir á LSH.

Alma Möller landlæknir. Mynd / Hallur Karlsson

Svar Ölmu við síðari spurningalistanum, sem sjá má hér neðst í greininni, var eftirfarandi:

„Komdu sæll Björgvin. Fram skal tekið að Kjartan Hreinn svaraði fyrir mína hönd þeim spurningum sem voru í fyrri pósti enda er hann aðstoðarmaður landlæknis. Ég tók þátt í að semja svörin. Mér sýnast spurningar sem þú spyrð í þessum pósti eiga heima hjá Landspítala. Með kveðju, Alma D. Möller, MD, PhD, EMPH.“

 

Mannlíf bíður eftir svörum frá þeim sem tölvupóstar voru sendir á, í seinna skiptið var til að mynda sendur tölvupóstur á nýskipaðan heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, og ber þessum aðilum að svara spurningunum með hliðsjón af upplýsingalögum nr. 140/2012.

Mannlíf mun halda áfram að fjalla um málið, og bíður nú eftir svörum við spurningum sem sendar voru á þá sem báru ábyrgð á ráðningu Sigríðar.

Spurningalisti númer tvö:

Komið þið sæl og blessuð.

Ég og ritstjórn Mannlífs förum fram á að fá svör og upplýsingar varðandi þetta mál Sigríðar Karlsdóttur, með tilvísun í upplýsingalög nr. 140/2012, þar sem ykkur ber að veita umbeðin svör/gögn.

1. Er ráðning Sigríðar lögleg, þannig að enginn vafi leiki á lögmæti ráðningar hennar sem lýtalæknis í stöðu handarskurðlæknis?

2. Hver ber ábyrgð á ráðningu Sigríðar? Var það einn aðili eða fleiri?

3. Fór ráðningarferlið að öllu leyti fram samkvæmt lögum reglum LSH og fór ráðningin í gegnum hæfnisnefnd? Með svarinu þurfa að fylgja gögn sem og rökstuðningur þannig að enginn vafi leiki á því að ekkert óeðlilegt eða ólöglegt hafi átt sér stað varðandi ráðningu Sigríðar.

4. Ef allt var eðlilegt og löglegt varðandi þessa ráðningu þá spyr ég: Hvers vegna var lýtalæknir ráðinn í stöðu handarskurðlæknis? Voru engir aðrir sérfræðimenntaðir handarskurðlæknar sem höfðu áhuga og/eða sóttu um starf Sigríðar?

5. Sjúklingur sá sem hafði samband við Mannlíf er tilbúinn að koma fram opinberlega undir nafni og með mynd, fáist engin skýr svör frá ykkur sem þessi tölvupóstur er sendur til. Sjúklingur/Skjólstæðingur/Einstaklingur Sigríðar var mjög ósáttur er viðkomandi komst að því að Sigríður er ekki sérfræðimenntuð sem handarskurðlæknir heldur sem lýtalæknir, enda skilst mér á öllu er varðar lög og reglur að sérfræðimenntaður læknir megi alls ekki kynna sig sem sérfræðilækni í annarri grein en viðkomandi læknir stundaði nám í og útskrifaðist. Sjúklingurinn fyrrnefndi hefur fleiri gögn í fórum sínum er varða þetta mál, en viðkomandi vill einfaldlega fá einföld og skýr svör, og það vil ég líka, eðlilega. Hér er spurningin í fimmta lið:

Er rétt eða rangt hjá mér?:

Má sérfræðimenntaður læknir kynna sig sem sérfræðimenntaður læknir í annarri sérgrein en þeirri sem viðkomandi læknir lagði stund á og útskrifaðist úr? Eins og þið vel vitið voru gögn með fréttinni þar sem skýrt stóð á ljósmynd að viðkomandi sjúklingur væri að fá tíma hjá Sigríði Karlsdóttur handarskurðlækni. Ég bið ykkur vinsamlegast að svara þessari fyrirspurn, sem er með vísan í upplýsingalög nr. 140/2012, þar sem ykkur ber að veita umbeðin svör/gögn. Ég og ritstjórn Mannlífs höfum ekki áhuga á að fá svör frá Kjartani Hreini Njálssyni eða neinum öðrum nema þeim sem tölvupóstur þessi er sendur til, og við krefjumst svara um þetta mál – sem ætti ekki að vera erfitt sé ráðning Sigríðar að öllu leyti – 100% – lögleg, og hafi farið í gegnum löglegt ráðningarferli og í gegnum hæfnisnefnd, eins og lög og reglur LSH kveða skýrt á um.

Hér má sjá netföngin sem þessi spurningarlisti var sendur á:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -