Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Alma sögð hafa bannað bólusetningu náins aðstandanda – Leki kærður til Persónuverndar og lögreglu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hjúkrunarfræðingurinn Helga Birgisdóttir fullyrðir að Alma Möller landlæknir hafi, ásamt eiginmanni sínum, bannað að náinn aðstandandi, sem dvelur á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, verði bólusett. Þar að auki segir Helga að leitað sé logandi ljósi að þeim sem lak út þessum upplýsingum. Því síðarnefnda vísar Alma á bug í samtali við Mannlíf.

Fullyrðingarnar koma fram í færslu Helgu á Facebook þar sem hún lýsir furðu sinni yfir því hvers vegna Alma fylgi ekki eigin ráðum til íslensku þjóðarinnar. Og Helga skilur heldur ekkert í því hvers vegna landlæknir vilji halda þessu leyndu.

„Jón og séra Jón! Í morgun fékk ég merkilegt símtal frá deildarstjóra í Sóltúni. Hún fékk það verkefni að hringja í mig og spyrja hvort að ég vissi nafnið á þeim sem hefði lekið út upplýsingum um að; Alma landlæknir (og hennar maður) hefðu bannað að tengdamóðir hennar yrði bólusett. Það er mikil rannsóknarvinna í gangi til að finna hinn seka. Að Alma fylgi ekki sínum eigin ráðum til þjóðarinnar, finnst mér einkennilegt. – Og forvitnilegt að vita af hverju hún vilji halda ástæðunni leyndri,“ segir Helga og heldur áfram:

Ástæðuna fyrir því að hringt hafi verið í Helgu segir hún vera þá að við leit á netinu hafi fundist mynd af henni með hjúkrunarfræðingi á Sóltúni og þá hafi hún sjálf póstað sínum skoðunum opinberlega um sóttvarnaraðgerðir hérlendis. 

„Ef ég hefði nafn, þá myndi ég þegja eins og steinn um það. Ég ætla ekki að giska á ástæðu þess að hún vilji ekki bólusetja tengdó; en giska þó á að sennilega eigi ástæðan við um þúsundir annarra aldraðra…sem fá því miður ekki sömu upplýsingar og vernd.“

Hildur Björk Sigurðardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins, sagðist í samtali við Mannlíf ekki vilja ræða málefni einstakra íbúa heimilisins né starfsemi þess. Hún vildi því hvorki staðfesta né hrekja þessa frásögn Helgu.

- Auglýsing -

Svipaða sögu er að segja af viðbrögðum Ölmu landlæknis sem segist hvorki geta staðfest né hrakið frásögnina því það sé einfaldlega ekki hennar að ræða heilsufar tengdamóður sinnar. Hún fékk aftur á móti leyfi hjá sinni eigin móður til að ræða hennar bólusetningu. Aðspurð hvort Alma, eða einhver frá hennar embætti, hafi reynt að finna út úr leka vegna málsins svarar hún því neitandi. „Ég tek ekki ákvarðanir fyrir hönd tengdamóður minnar og tel mér því ekki heimilt að ræða hennar heilsufar. Hins vegar fór móðir mín, sem er á tíræðisaldri, í bólusetningu að fenginni ráðgjöf frá mér. Ég vil hvetja alla til að þiggja bólusetningu við Covid-19 og ég mun svo sannarlega gera það sjálf þegar röðin kemur að mér,“ segir Alma.

Fréttablaðið greinir síðan frá því að leki á upplýsingum úr sjúkraskrá vistmanns á hjúkrunarheimilinu Sóltúni hafi verið tilkynntur bæði til Persónuverndar og Landlæknis og í undirbúningi er kæra til lögreglu vegna málsins. Um er að ræða upplýsingar úr sjúkraskrá náins aðstandanda Ölmu landlæknis.

Þrátt fyrir tilraunir fengust ekki viðbrögð frá Torfa Fjalari Jónassyni, hjartalækni og eiginmanni Ölmu.

Jón og séra Jón! 😲
Í morgun fékk ég merkilegt símtal frá deildarstjóra í Sóltúni. Hún fékk það verkefni að hringja í…

Posted by Helga Birgisdóttir on Wednesday, March 17, 2021

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -