Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Alma um dauðsföllin tólf vegna Landakotsveirunnar: „Auðvitað þarf að finna skýringar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alma Möller landlæknir segir það ljóst að finna þurfi skýringar á þeim tólf dauðsföllum sem orðið hafa vegna hópsmitsins sem kom upp á Landakoti. Það verði að vera hægt að læra af mistökunum til að koma í veg fyrir endurtekningu. Hvað varðar lögreglurannsókn segir hún það í höndum Landspítalans að tilkynna hópsmitið til lögreglu.

Alma ræðir hópsmitin í samtali við Stundina í dag ásamt Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni. Bæði segjast þau ekki vita enn hver orsök hópsmitsins er eða hvort hún tengist manneklu líkt og forstjóri spítalans hefur fullyrt. Tilkynnt var um hópsmitið til embættis landlæknis en í lögum um landlækni segir að verði óvænt dauðsfall á heilbrigðisstofnun sem ætla má að rekja megi til mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks skuli tilkynna það líka til lögreglu. Eftir því sem Mannlíf kemst næst hefur það ekki enn verið gert.

Nú hafa tólf Íslendingar látist vegna Landakotsveirunnar. Kona sem lést í vikunni er tólfti sjúklingurinn sem fellur fyrir Landakotssmitinu. Samtals hafa 25 látist hér á landi vegna Covid og því er hátt í helmingur alla látinna sem tengist þessu alvarlega hópsmiti. Landakot er hluti af Landsspítalanum og undir stjórn hans. Sýkingingin hefur ekki verið tilkynnt til lögreglu en starfsmanni spítalans hefur verið falið að rannsaka það hvað fór úrskeiðis. Niðurstöður þeirrar vinnu verður kynnt í dag. Þegar er viðurkennt að Landakoti var ekki skipt niður í sóttvarnahólf. Forstjóri spítalans sagði það vera vegna manneklu. Þetta hefur nú þegar kostað tólf mannslíf.

„Hvað varðar Landakot treysti ég mér ekki til að fella neinn dóm á það. Ég held að menn þurfi að hugsa um það til framtíðar frekar en að vera að finna einhverja sökudólga aftur í tímann“

Alma bendir á að það lagaskyldan sé hjá Landspítala um hvort atvik eru tilkynnt til lögreglu. Hún segir mikilvægt að fá skýringu á þeim dauðsföllum sem orðið hafa. „Þannig að við getum ekki tjáð okkur um það á þessari stundu. Eins og þú segir hafa þarna orðið dauðsföll og auðvitað þarf að finna skýringar á þeim. Það sem snýr að embættinu er að finna skýringar á hlutunum, þannig að hægt sé að læra af þeim og koma í veg fyrir að þeir endurtaki sig,“ sagði Alma í samtali við Stundina.

Þrettán íbúar af nítján íbúum öldrunarheimilisins Sólvalla á Eyrarbakka smituðust af COVID-19 eftr að sýktur íbúi var fluttur þangað af Landakotsspítala. Þá hafa bæði sjúklingar og starfsmenn á Reykjalundi smitast af Covid vegna Landakots.

||||||
Mynd / Lögreglan

Þórólfur segir kórónuveirufaraldurinn hafa berskjaldað veikleika heilbrigðiskerfisins hér á landi. Hann vill ekki fella dóm á Landakostmálið. „Menn þurfa auðvitað að fara gagngert ofan í skipulag til að sjá hvort að það hafi einhverju verið ábótavant en það sýnir sig í þessum faraldri, og í þessum hópsýkingum sem við höfum verið að sjá út um borg og bý, þá getur þetta verið mjög snúið. Hvað varðar Landakot treysti ég mér ekki til að fella neinn dóm á það. Ég held að það komi í ljós núna hvað spítalakerfið er í raun veikburða til að takast á við svona slæman faraldur. Ég held að menn þurfi að hugsa um það til framtíðar frekar en að vera að finna einhverja sökudólga aftur í tímann,“ segir Þórólfur.

- Auglýsing -

Svandís Svavarsdóttir hefur hafnað að tjá sig við fjölmiðla um hópsmitið á Landakoti. Hún segir það ekki á hennar borði. Þá hafnaði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, beiðnum Mannlífs um viðtal vegna málsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -