Laugardagur 18. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Almenningur berskjaldaður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Útvarp Saga hefur margoft verið gagnrýnd fyrir útbreiðslu hatursorðræðu. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að allt sem fær fólk til að taka afstöðu til stjórnmála á fölskum upplýsingum sé slæmt fyrir lýðræðið.

Þrátt fyrir að gefa sig út fyrir að segja þær fréttir sem hefðbundnir fjölmiðlar hafa komið sér saman um að segja ekki, þá er tilgangur öfgamiðla, hvort sem þeir eru til hægri eða vinstri, að ala á ótta meðal almennings. Að fá almenning til að trúa því að honum standi ógn af tilteknum þjóðfélagshópum.

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, hefur rannsakað uppgang popúlistaflokka í Evrópu og kannast hann vel við þau áhrif sem miðlar af þessu tagi hafa á orðræðuna. „Popúlískir flokkar og falsfréttir eru hið fullkomna hjónaband fyrir dreifingu samsæriskenninga og falskrar myndar af raunveruleikanum. Þetta byrjar á jaðrinum og fikrar sig svo inn í meginstrauminn þannig að á endanum mást mörkin og það eru engin endanleg landamæri.“

Eiríkur segir að allt sem fær fólk til að taka afstöðu til stjórnmála á fölskum upplýsingum sé slæmt fyrir lýðræðið. Í tilviki hægri öfgamiðla sé oftar en ekki alið á ótta gagnvart utanaðkomandi ógn og svo eru innlend stjórnvöld ásökuð um að hafa annaðhvort svikið eða vanrækt að verja þjóðina. Enn sem komið er skortir tæki til að fást við þetta vandamál.

„Þessi upplýsingausli, eins og þetta er kallað, er notaður markvisst í pólitík í dag og við höfum ekki enn áttað okkur á því hvernig eigi að taka á þessu þótt Facebook og fleiri miðlar séu að vakna upp við að eitthvað þurfi að gera. Almenningur er mjög berskjaldaður enn sem komið er. Alla 20. öldina voru hliðverðir á ritstjórnum til að vinsa út rugl og rangindi og þannig fengum við staðreyndir sem við gátum sammælst um. Núna er það allt farið.“

Sjá einnig: Ásakanir um hatursorðræðu gömul saga og ný

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -