Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

„Alnæmi hefur ekki verið gert upp í íslensku samfélagi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Plágan, þriðji hluti heimildamyndarinnar Svona Fólk, verður frumsýndur á Hinsegin dögum.

 

Eftir að hafa safnað heimildum í um 26 ár frumsýndi kvikmyndagerðakonan Hrafnhildur Gunnarsdóttir loksins fyrsta hluta kvikmyndarinnar Svona fólk í nóvember. Svona fólk fjallar um líf og reynslu homma og lesbía á Íslandi og spannar frásögnin fjóra áratugi.

Þriðji þáttur kvikmyndarinnar, Plágan, verður frumsýndur á Hinsegin dögum, sunnudaginn 11. ágúst klukkan 20.00 í Bíó Paradís.

Plágan fjallar um alnæmi og áhrif þess á samfélag samkynhneigðra. Árið 1983 fór að bera á áður óþekktum sjúkdómi – AIDS og virtist leggjast helst á homma. Ein afleiðing þess var að samkynhneigðir urðu að takast á við holskeflu fordóma sem þó voru miklir fyrir. Aukinn sýnileiki homma í baráttunni við alnæmi varð þess valdandi að löggjafavaldið varð að taka mark á veruleika samkynhneigðra og hópurinn varð sýnilegri sem aldrei fyrr. Alnæmi skipti því sköpum í baráttunni fyrir jafnrétti og almennum lýðréttindum. Svona fólk – Plágan er áhrifamikil heimild um þær hörmungar sem dundu á samfélagi samkynhneigðra á árum alnæmis, baráttu þeirra og þolgæði.

Svona fólk fjallar um líf og reynslu homma og lesbía á Íslandi og spannar frásögnin fjóra áratugi.

Spurð úr í hvernig gekk að fá fólk til að tjá sig um þetta erfiða málefni fyrir framan myndavél segir Hrafnhildur: „Það gekk vel. Ég var að tala við vini mína um erfið mál en það ríkti gagnkvæmt traust.“

Að sýningu lokinni í Bíó Paradís verða pallborðsumræður um efni þáttarins. Viðar Eggertsson leikstjóri og útvarpsmaður stjórnar umræðum og þátttakendur í pallborðinu eru: Einar Þór Jónsson framkvæmdastjóri HIV Ísland, Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndagerðarmaður, Jóna Ingibjörg Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur og klínískur kynfræðingur, Sigurður Guðmundsson fyrrum landlæknir, og Þorvaldur Kristinsson rithöfundur og fyrrum formaður Samtakanna ’78 og Hinsegin daga í Reykjavík.

- Auglýsing -
Hrafnhildur Gunnarsdóttir safnaði heimildum í 26 ár.

„Þetta er hópur fólks sem kom að alnæmismálum á þessum erfiðu árum. Alnæmi hefur ekki verið gert upp í íslensku samfélagi og það er von mín að þátturinn verði upphafið á því uppgjöri,“ segir Hrafnhildur.

Svona fólk verður sent út á RÚV í lok september.

Svona fólk skiptist í fimm þætti:
1970–1978 – Þögnin
1978–1983 – Úr felum
1983–1995 – Plágan
1990–1999 – Annars flokks
1999–2016 – Jafnrétti náð?

- Auglýsing -

Sjá einnig: Safnaði heimildum í 26 ár

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -