Fimmtudagur 24. október, 2024
1.6 C
Reykjavik

Alþjóðleg kerfisbilun lamar heiminn: „Vegna bilunar í hugbúnaðaruppfærslu en ekki netárásar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Kerfisbilun í hugbúnaði Microsoft veldur nú vandræðum víða um heim.

Flugvélar hafa verið kyrrsettar víða erlendis og má því búast við töfum vegna kerfisbilunar í hugbúnaði Microsoft. Einnig liggja greiðslukerfi stórra banka niðri og fjölmiðillinn Sky News datt út um tíma en er nú aftur kominn í loftið. Þá hefur lestarkerfið í Bretlandi orðið fyrir áhrifum auk þess sem ástralska fjarskiptafyrirtækið Telstra Group hefur einnig orðið fyrir vandræðum vegna bilunarinnar. Þá hefur stærsta gámastöð Póllands í Gdansk, Baltic Hub, stöðvað starfsemi sína og biður þau fyrirtæki sem nýtir sér þjónustu sína, um að bíða með að senda gámana til hafnar. Listinn er alls ekki tæmandi.

Samkvæmt frétt RÚV er verið að athuga með áhrifin hér á landi en þjónusta í útibúum Landsbankans liggur niðri sem og hraðbankar bankans. Enn er þó hægt að nota greiðslukort. Appið liggur aukreitis niðri og ekki er hægt að skrá sig inn í netbankann.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir á Facebook að netöryggissveitin CERTIS sé að kanna áhrifin hérlendis og tekur fram að ekki sé um netárás að ræða.

Færsla Áslaugar:

„Kerfisbilunin sem hefur áhrif nú víða um heim er vegna bilunar í hugbúnaðaruppfærslu en ekki netárásar. Fyrirtækin sem um ræðir hafa mjög sterka stöðu á markaði um allan heim og því líklegt að einhverra áhrifa muni gæta hérlendis. Verið er að kanna áhrifin innanlands núna af CERTIS netöryggissveitinni okkar og við erum vakandi yfir þessu til að geta brugðist við þeim truflunum sem þetta kann að valda.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -