Fimmtudagur 2. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Alþjóðlegu glæpakvendin í Grafarvogi: „Að athuga aðstæður áður en þær réðust til atlögu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við vitum ekki hvort við eigum að hlæja eða gráta,“ segir Sólbjörg Laufey í samtali við Vísi. „En, já, við erum umræddu glæpakvendin“.

Guðrúnu Ó Axelsdóttur og Sólbjörgu Laufey Vigfúsdóttur vissu ekki hvað á sig stóðu veðrið, þegar þær lásu frétt um sig. Í fréttinni kom fram að tvær konur, sem töluðu bjagaða íslenski hefðu bankað upp á og boðið sér sjálfum inn í húsið í vafasömum tilgangi.

Í samtali sögðust þær upplifa fréttin bæði kómíska og alvarleg í senn. Atvikið átti að hafa gerst í Rimahverfi í Grafarvoginum í Reykjavík. Þar hafi tvær konur bankað upp á að heimili. Fjórtán ára táningsstúlka opnaði og þær nánast buðu sér sjálfar inn að sögn. Þar eru þær sagðar hafa tekið myndir og farið út úr húsinu fljótlega eftir það.

Sá sem greindi frá þessari atburðarrást í hverfishópnum á Facebook, telur ekki ólíklegt að þarna hafi verið glæpakvendi á ferð sem voru að athuga aðstæður áður en þær réðust til atlögu; þá með vísan til innbrotafaraldurs.

Þó þær Guðrún og Sólbjörg hafi ekki tengt við lýsinguna áttuðu þær sig á því, af öllum aðstæðum, að þarna væri verið að tala um þær. Og vilja meina að þarna sé mikið komið af bulli. Þeim hafi verið boðið í grillveislu hjá vinkonum sínum og fóru húsavillt.

- Auglýsing -

Guðrún segir misskilninginn illskiljanlegan, en þær hafi beðið stúlkuna margfaldlega afsökunar og varla verið inni meira en í mínútu. Þær hafna því að vera partur af alþjóðlegum glæpahring.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -