Alvarlegt bílslys varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag og hefur hópslysaáætlun lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjuð, sem og samhæfingarstöðin í Skógarhlíð. Fyrstu viðbragðsaðilar komu á vettvang skömmu fyrir hálfþrjú.
Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út vegna slyssins. Útkallið er alvarlegt og er í mesta forgangi. Fyrri þyrlan tók á loft laust fyrir klukkan hálf þrjú en hin fór í loftið stuttu síðar. Fyrri þyrlan lendir á slysavettvangi eftir um hálftíma, lauslega áætlað. Tveir læknar og tveir hjúkrunarfræðingar eru um borð í þyrlunum.
RÚV greindi fyrst frá. Jeppi og jepplingur skullu saman, alls voru níu í bílunum og eru að minnsta kosti fjórir alvarlega slasaðir.
Veginum um Skeiðarársand hefur verið lokað.