Mánudagur 18. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Alvarlegur smitsjúkdómur í hrossum breiðist hratt út: „Þegar berst hingað mun allt breytast“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alvarlegur smitsjúkdómur í hrossum breiðist nú hratt út í Evrópu, af völdum hestaherpes. Matvælastofnun hefur sent frá sér sérstaka viðvörun vegna hraðrar útbreiðslunnar þar sem hestafólk er beðið um að vera á varðbergi.

Morgunblaðið greinir frá. Í kjölfar stórs hestamóts í Valencia á Spáni í febrúar tók sjúkdómurinn að breiðast út um álfuna. Veiran smitast helst með veikum hrossum en getur einnig borist með sæði og fósturvísum, fólki, fatnaði og hvers kyns búnaði.

Hestafólk er beðið að þrífa reiðfatnaður í þvottavél og þurrka fyrir komuna til landsins. Reiðskó, hjálma og annað sem ekki getur farið í þvottavél skal sápuþvo, þurrka og úða með sótthreinsiefni, einnig fyrir komuna til landsins. Hestamenn sem eru að fara í vinnuferðir til útlanda eru beðnir að vera sérstaklega á varðbergi við komuna til landsins. Einnig fólk sem kemur til að vinna við hesta hér á landi eða tekur á móti hestafólki.

Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma, ræddi málið við Morgunblaðið. Hún segir að sjúkdómurinn myndi valda hér miklum veikindum. „Hér á landi höfum við haft fullkomið frelsi til að flytja hross á milli landshluta og á mót og heim aftur. Þann dag sem sjúkdómurinn berst hingað verður þessi veruleiki úr sögunni og allt mun breytast,“ segir Sigríður

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -