Cadillac býður nú upp á sjálfsýringu sem leyfir þér að halla þér aftur, slaka á og fá þér blund. Eða svo gott sem.
Hver man ekki eftir flökkusögunni um Ameríkanann sem setti húsbílinn sinn á cruise control á hraðbrautinni, fór svo aftur í bílinn að slaka á og var alveg steinhissa þegar bíllinn endaði á brúarstólpa.
Þessi snillingur getur nú gert nákvæmlega þetta og ekki haft neinar áhyggjur.
Í 2018 módelum af Cadillac er hægt að fá svokallað Super Cruise Control. Þá stjórnar bíllinn ekki bara hraðanum sjálfur heldur líka stefnunni og heldur þér innan þinna akreinar.
Búnaðinn er reyndar aðeins hægt að nota á hraðbrautum sem uppfylla ákveðna staðla og er að sjálfsögðu vita gagnslaus hér á landi á okkar mjóu vegum og einbreiðu brúm. Búnaðurinn er hins vegar enn eitt skrefið í átt að sjálfkeyrandi einkabílum.