Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Alvotech tapar 10 milljónum á hverri klukkustund – Sviptingar í kringum skuldsett fyrirtæki

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lyfjafyrirtækið Alvotech birti uppgjör í gærkvöld fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Tekjur fyrirtækisins voru 29,8 milljónir bandaríkjadala eða um 4,1 milljarður króna á tímabilinu. Gríðarlegt tap er áfram á rekstri Alvotech sem nam 342 milljónum bandaríkjadala, fyrir skatta, eða um 47 milljörðum króna. Það jafngildir um 251 milljóna króna tapi á hvern vinnudag, 10 milljónum á hverri klukkustund sólarhringsins og 5,2 milljarða tapi á mánuði.
Alvotech hefur sótt tugi milljarða króna til íslenskra fjárfesta og þá sérstaklega lífeyrissjóða það sem af er ári. Útlit er fyrir að ekki líði á löngu þar til forsvarsmenn fyrirtækisins þurfi að sækja meira fé til að standa straum af rekstrartapinu. Í tilkynningu fyrirtækisins má sjá að laust fé fyrirtækisins til að mæta frekari taprekstri er nánast uppurið. Jafnframt segir að fyrirtækið búist við að lyfjaeftirlit Bandaríkjanna komi og taki út framleiðsluaðstöðu í janúar.

Endurtekin bjartsýni

Róbert Wessman og aðrir forsvarsmenn Alvotech hafa áður verið bjartsýnir um leyfi eftirlitsins og þriðja úttektin vekur vonir um að leyfi fáist á endanum og hægt sé að setja á markað fyrsta lyf fyrirtækisins vestra Miklar sviftingar hafa verið í kringum Alvotech og Marel, tvö stærstu fyrirtæki Kauphallarinnar, á þessu ári. Þau eiga það sameiginlegt að hlutabréf þeirra hafa lækkað mikið og fyrirtækin skuldum hlaðin. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, þurfti nýlega að hætta störfum vegna veðkalls Arion banka sem Mannlíf hefur fjallað um. Kom mikil skuldsetning forstjórans mörgum á óvart og óskaði hann eftir greiðslustöðvun í framhaldinu. Þetta hefur vakið spurningar fjárfesta um skuldsetningu stærstu hluthafa skráðra fyrirtækja á Íslandi og persónulegar skuldir forstjóra þeirra. Skammt er síðan Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Regins, minnkaði verulega skuldsetta eign sína í fasteignafélaginu og innleysti tugi milljóna króna tap.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -