Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Amma byrjaði í rallíkrossinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aðeins tvær konur í heiminum eru formenn akstursíþróttasambanda sinna landa. Önnur þeirra er Helga Katrín Stefánsdóttir. Hún er fyrst kvenna til að leiða Akstursíþróttasamband Íslands en hún tók við formennskunni af Tryggva Þórðarsyni í síðasta mánuði. Helga kemur af fullum krafti inn í mótorsportsumarið 2020 sem hófst fyrir alvöru um síðustu helgi.

Þeir eru sennilega ekki margir sem geta greint frá því að amma þeirra hafi keppt í rallíkrossi. Helga getur það nú samt og þegar hún er spurð út í hvernig áhuginn á akstursíþróttum kviknaði segir hún að þráðurinn liggi í gegnum afa hennar og ömmu í upphafi. „Þetta byrjaði eiginlega þannig að vinur ömmu minnar og afa keppti í rallíkrossi. Pabbi minn og fjölskylda voru í aðstoðarliðinu,“ útskýrir hún en það er nú einmitt þannig að akstursíþróttir verða mjög gjarnan að fjölskyldusporti þar sem liðsheild og samheldni ríkir.

Áhuginn endurvakinn á sjúkrahúsinu

Fjölskyldan var mest í kringum rallíkrossið á árunum 1990-1994 og var Helga, sem er fædd árið 1988, því ósköp ung. En snemma beygist krókurinn. Á þessum árum var rallíkross ákaflega vinsælt og í fréttum árið 1991 var til að mynda greint frá því að 3000 manns hefðu mætt til að fylgjast með keppni á nýrri braut við Krýsuvíkurveginn.

Pabbi Helgu veiktist nokkrum árum síðar, árið 1998, og var lagður inn á sjúkrahús. Þar kynntist hann torfæruökumanninum Gunnari Gunnarssyni sem keppti í torfærunni á þeim tíma. Þeir urðu góðir félagar og þegar báðir höfðu náð heilsu var torfæruáhuginn heldur betur kviknaður hjá fjölskyldu Helgu. Fyrir þá sem það þekkja er fátt sem dregið getur úr þeim áhuga. Næstu árin var fjölskyldan mikið viðriðin keppnishald í torfæru og Helga fylgdist iðulega vel með þessu rammíslenska sporti sem torfæran jú er.

Mistök leiddu til farsæls hjónabands

- Auglýsing -

Helga er nú, auk þess að gegna formennsku í AKÍS, formaður Torfæruklúbbs Suðurlands og í stjórn situr meðal annarra Sigfús Þór Sigurðsson, eiginmaður Helgu. Það er auðvelt að draga þá ályktun að þau Fúsi, eins og hann er kallaður, hafi kynnst í gegnum mótorsportið en sú er ekki raunin. „Ég kynntist manni á netinu og við ætluðum að tala saman á MSN. Ég sló inn rangt notendanafn og það nafn átti annar maður en sá sem ég ætlaði að tala við. Þeim manni er ég gift í dag,“ segir Helga og þau Fúsi hafa nú verið saman í þrettán ár.

Þau byrjuðu ekki saman strax heldur liðu nokkur ár og það var árið 2007 sem leiðir þeirra lágu saman fyrir tilviljun. Og hvar annars staðar en á torfærukeppni á Akureyri. „Pabbi dró mig með á torfæruna og þarna var hann. Við Fúsi höfum verið límd saman síðan þá,“ segir Helga um hina undarlegu vegi, eða í þessu tilviki, torfærur ástarinnar. Faðir Fúsa, Sigurður Þór Jónsson, keppti í torfæru á þeim tíma og Helga var umsvifalaust orðin hluti af keppnisliðinu í kringum torfærubílinn Tröllið. „Hann var þá formaður þess

klúbbs þar sem ég er formaður í dag. Hann, ásamt fleirum, stofnaði þann klúbb sem ég og maðurinn minn sjáum um í dag,“ segir hún og vísar þar til Torfæruklúbbs Suðurlands.

- Auglýsing -

Lestu viðtalið við Helgu Katrínu í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -