Fimmtudagur 16. janúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

Amma Hugrúnar Birtu sem keppir í Miss World var Ungfrú Reykjavík 1959: „Ég var algjör íþróttaálfur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hugrún Birta Egilsdóttir, sem starfar sem snyrtivöruráðgjafi hjá Nathan og Olsen og er í undirbúningsnámi fyrir markaðsfræði við Háskóla Íslands, mun í desember verða fulltrúi Íslands í Miss World og verður keppnin haldin í Puerto Rico. „Undurbúningurinn felst í því að hlúa að sér andlega og líkamlega. Undirbúningurinn er krefjandi verkefni sem ég upplifi sem þroskandi og skemmtilegt ferli,“ segir Hugrún Birta. „Miss World stendur fyrir svo fallegt málefni og er aðaláhersla starfsemi Miss World á góðgerðarstörf og hafa samtökin „Beauty With A Purpose“, sem Julia Morley, eigandi og forstjóri Miss World, stofnaði árið 1972, safnað og styrkt bágstödd börn um allan heim. Það að fá tækifæri til þess að vinna með þeirra starfsemi er meginástæða fyrir áhuga mínum í Miss World. Það er mikill heiður að fá að vera fulltrúi lands míns í Miss World 2021 og fá tækifæri til þess að kynna fallega landið okkar, ísland.“

Hugrún Birta er spurð hvað fegurð sé í huga hennar. „Fegurð fyrir mér er ljósið sem við berum öll innra með okkur og deilum með öðrum. Fegurðin kemur innan frá sem gefur okkur kleift að fagna fjölbreytileikanum og njóta þess að vera þau sem við kjósum að vera. Með góðu viðhorfi og góðri sjálfsmynd getum við styrkt okkur sem einstaklinga og mótað okkur sjálf.“

Fegurð fyrir mér er ljósið sem við berum öll innra með okkur og deilum með öðrum.

Hugrún Birta hefur í gegnum árin tekið þátt í nokkrum fegurðarsamkeppnum og segir að yndisleg saga sé þar á bak við. „Ég ólst upp við sögur af móðurömmu minni, Ester Garðarsdóttur, sem sigraði keppnina Ungfrú Reykjavík árið 1959. Hún samdi um að fá pening í stað flugmiða sem var í verðlaun. Peninginn notaði hún svo til þess að komast inn í ljósmæðraskólann. Seinna meir tók hún á móti mér í heiminn og hefur saga hennar til menntunar veitt mér innblástur og mótað mína sýn á fegurðarsamkeppnir,“ segir Hugrún Birta sem tók þátt í Universe Iceland 2019 og var í kjölfarið send út í alþjóðlega fegurðarsamkeppni í Póllandi, Miss Supranational. Þar komst hún í úrslit og hlaut titilinn Miss Supra Model of Europe.
Hvað þarf fulltrúi Íslands í fegurðarsamkeppnum að hafa til brunns að bera?
„Vera hún sjálf, vita fyrir hvað hún stendur og getað miðlað af visku sinni.“

Hugrún hefur starfað sem fyrirsæta undanfarin ár og segir að boltinn hafi farið að rúlla með tilkomu samfélagsmiðla og þá stækkaði tengslanetið.

Hvernig er hennar eigin stíll? „Ég myndi lýsa mínum stíl sem klassískum og íslensk hönnun er í miklu uppáhaldi. Mér finnst kjólar og fatnaður með skýrskotun í ísland sérstaklega áhugaverður.“

Vera hún sjálf, vita fyrir hvað hún stendur og getað miðlað af visku sinni.

Hugrún Birta Egilsdóttir

- Auglýsing -

 

Að berskjalda okkur sjálf

„Ég var algjör íþróttaálfur þegar ég var krakki og æfði fótbolta, fimleika, sund og frjálsar íþróttir.“ Hún ólst upp í ýmsum hverfum borgarinnar og hafði sem barn reynslu af erfiðum aðstæðum, bæði vegna fátækar og eineltis.
„Ég lít svo á að þau verkefni sem hafa mætt mér á vegferð minni hafa svo sannarlega samverkað mér til góðs; sem einstaklingur komandi úr aðstæðum sem þessum veit ég og skil ég spor þeirra einstaklinga og þá serstaklega barna.“

- Auglýsing -

Hún fyrirgaf síðar gerendunum. Hvaða máli skiptir það fyrir hana?
„Við veljum líðan okkar dag hvern með ákvörðunum okkar, stórum og smáum. Með því hvernig við hugsum, hvernig við kjósum að eyða tímanum, hvernig við bregðumst við því sem upp á kemur, hvaða mat við kjósum að næra okkur með, hvernig við kjósum að klæða okkur og hvaða hliðar við veljum að sýna. Jafnvel minnstu ákvarðanir, sem oft virðast ekki skipta neinu máli, eiga sinn þátt í hvernig dagar okkar verða.“

Við veljum líðan okkar dag hvern með ákvörðunum okkar, stórum og smáum.

En hvað hefur hún lært varðandi að upplifa fátækt og vera lögð í einelti?
„Að berskjalda okkur sjálf er okkar helsta styrkleikamerki.“ Þetta mótaði hana sem einstakling. „Ég er sá einstaklingur sem ég er í dag út frá því hvernig ég kýs að lifa lífinu,“ segir hún og nefnir gildi sín og viðhorf í því sambandi.

Hugrún Birta er spurð hvað fólk þurfi að gera þegar það verður vitni að einelti? „Aukin sjálfsvitund felst í að auka þekkingu á sínum innri manni og vera meðvitaður um hegðun sína, þarfir, skapferli, tilfinningar og gildismat.“

 

Lífið er dýrmæt gjöf

Hugrún Birta er önnum kafin en fyrir utan að vera nemi, starfa sem fyrirsæta, vera kærasta Ásgeirs Trausta tónlistarmanns þá hefur hún áhuga á útiveru, hreyfingu, fjallgöngum, fjölskuyldan er ofarlega á blaði sem og ferðalög og það að kynnast ólíkri menningu. Svo eru andleg málefni á meðal áhugamála.

ÞETTA ERU VERKEFNI SEM VIÐ ÞURFUM SVO AÐ LEYSA ÚR OG ÚTHEIMTIR ÞAÐ BÆÐI HUGREKKI OG VISKU.

Hvernig er lífsstíllinn?
„Ég tileinka mér afar heilbrigðan lífsstíl og legg mikla áherslu á útiveru, hreyfingu og að rækta sjálfið.
Okkur er gefin dýrmæt gjöf – lífið sjálft. Um leið er okkur fengið verkefni í hendur; að lifa innihaldsríku lífi og gæða það merkingu. Enginn gerir það fyrir okkur nema við sjálf og enginn hefur lofað okkur því að það væri auðvelt. Lífið er alls konar og það eru alls kyns verkefni sem verða á vegi okkar. Þetta eru verkefni sem við þurfum svo að leysa úr og útheimtir það bæði hugrekki og visku. Að ná tökum á sjálfum sér er ekki eitt verkefni sem við vinnum í einungis einu sinni á lífsleiðinni heldur erum við í stöðugri mótun.“

Þ

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -