Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Ánægður með baráttuna gegn COVID-19 á Íslandi: „Það hefur náðst ótrúlegur árangur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir síðustu vikur sýna að baráttan gegn útbreiðslu COVID-19 á Íslandi gangi vel, en í dag var greint frá því á upplýsingafundi Almannavarna að til standi að fjölga löndum á lista yfir þau lönd sem verða undanskilin frá landamæraskimunum. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fara varlega í sakirnar.

„Það hefur náðst ótrúlegur árangur,“ sagði Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, á upplýsingafundi Almannavarna í dag, þegar hann ræddi baráttuna gegn útbreiðslu COVID-19 á Íslandi. Það að nánast enginn hafi orðið veikur í margar vikur sé ótrúlega góður árangur.

Á fundinum sátu Óskar, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Páll Þórhallsson, verkefnastjóri í forsætisráðuneytinu og Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, fyrir svörum. Þar upplýsti Þórólfur meðal annars að til stæði að bæta fjórum löndum við á listann yfir þau lönd sem ekki þarf að skima við komuna til landsins. Löndin fjögur sem um ræðir eru Danmörk, Finnland, Noregur og Þýskaland, en Grænland og Færeyjar eru þegar komin á umræddan lista. Munu farþegar frá þessum löndum ekki þurfa að fara í skimun né sóttkví, að því tilskyldu að þeir hafi verið í þessum löndum í fjórtán daga.

Þegar Þórólfur var spurður hvort það að fjölga löndum á listanum væri eina verkfærið sem yfirvöld hefðu, eða hvort lagasetning kæmi til greina, sagði Þórólfur að ekki væri verið að huga að slíku. „Við gætum sagt að allir sem hingað koma þurfi að fara í sóttkví en það myndi hugsanlega stöðva komur hingað til lands,“ sagði Þórólfur. Í augnablikinu taldi hann ekki vera rök fyrir því að viðhalda fjórtán daga sóttkví en mögulega þyrfti að grípa til slíkra aðgerða í framtíðinni.

Hann sagðist ekki geta svarað því nákvæmlega hvaða þjóðir kæmi helst til greina að bæta við á listinn í framhaldinu. „Ef skoðaðar eru tölur frá Sóttvarnastofnun Evrópu þá eru það til dæmis Eystrasaltslöndin, hugsanlega Frakkland og Spánn en þau eru töluvert fyrir ofan löndin sem eru tekin út af listanum núna.“ Sagði Þórólfur að best væri að fara varlega í sakirnar, eins og gert hafi verið hingað til, og taka ákvörðun þegar reynsla væri komin af þessu nýja fyrirkomulagi.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -