Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-7.8 C
Reykjavik

Ánægja með kjörsókn en fólk enn í sárum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands samþykktu fyrr í dag kjarasamning milli félagsins við Icelandair. Formaður félagsins segir að ánægja sé með góða kjörsókn en búið sé að skaða það traust sem ríki á milli starfsfólks og atvinnurekenda. 

„Við erum fyrst og fremst ánægð með mjög góða kjörsókn. Það er nokkuð ljóst að meirihluti félagsmanna er sammála okkur í því að til að breyta stöðunni þurfti að ganga til samninga,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagi Íslands, í samtali við Mannlíf, eftir að félagið samþykkti fyrr í dag kjarasamning við Icelandair. Alls kusu 88 prósent félagsmanna um samninginn og þar af sögðu 83,5 prósent já en 13,42 prósent sögðu nei. Þrjú prósent kjörseðla voru auðir.

Þegar Guðlaug Líney er spurð hvernig andinn hafi verið á fundinum í dag dregur hún sig við svarið. „Það er nokkuð ljóst að búið er að skaða það traust sem ríkir á milli atvinnurekenda og starfsfólks. Fólk er auðvitað enn í sárum eftir 17. júlí þegar öllum var sagt,“ segir hún hreinskilin. „Icelandair setti líka samstarfsfélaga okkar, flugmenn, í mjög vonda og óþægilega stöðu þegar fyrirtækið ætlaðist til þess að þeir sinntu okkur störfum. Okkur fannst vont að þeir skyldu vera settir í þá stöðu af Icelandair. Sem betur fer varð ekkert úr því.

„Það er nokkuð ljóst að búið er að skaða það traust sem ríkir á milli atvinnurekenda og starfsfólks.“

Með því að samþykkja þennan samning erum við hins vegar að leggjast á árar með Icelandair að koma félaginu upp úr þessum hremmingum sem það hefur verið í,“ bendir hún á, „og gæta þess jafnframt að við höfum eitthvað að segja um okkar kaup og kjör til frambúðar.“

Nú hefur Mannlíf heimildir fyrir því að innan félagsins séu áhyggjur af því að félagsmenn verði ekki ráðnir aftur út frá starfsaldri, eins og tíðkast hefur. Hefurðu heyrt eitthvað um það? „Nei, ég hef ekki heyrt um það frá Icelandair,“ segir Guðlaug Líney. „Það hefur tíðkast um áraraðir að þeir sem eru með hæstan starfsaldur komi inn, ég vona að svo verði áfram.“

Hver eru þá næstu skref? „Ja, nú þurfum við að fá upplýsingar um áhafnaþörf. Ég vonast til að fá upplýsingar um það á næstu dögum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -