Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
2.7 C
Reykjavik

Andið eðlilega verðlaunuð í Aþenu, Sydney og Lissabon

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Andið eðlilega hlaut Fischer-áhorfendaverðlaunin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Aþenu um þar síðustu helgi. Þá hlaut hún einnig áhorfendaverðlaun í Sydney og nýlega hlaut aðalleikkona myndarinnar, Kristín Þóra Haraldsdóttir, verðlaun sem besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni Queer Lisboa í Lissabon. Er því óhætt að segja að myndin hafi átt sannkallaðri velgengni að fagna þar sem hún hefur rakað til sín verðlaunum á árinu. Meðal annarra verðlauna sem myndin hefur hlotið má nefna alþjóðlegu gagnrýnendaverðlaunin (FIPRESCI) á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg og Roger Ebert-verðlaunin fyrir bestu frumraun leikstjóra á Traverse City-kvikmyndahátíðinni í Michigan. Þá var Ísold Uggadóttir valin besti erlendi leikstjórinn á hinni virtu bandarísku kvikmyndahátíð Sundance í janúar. Ísold varð ekki aðeins fyrst íslenskra leikstjóra til að hljóta verðlaunin, heldur var Andið eðlilega fyrsta íslenska myndin til að hljóta verðlaun á hátíðinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -