Andið eðlilega hlaut Fischer-áhorfendaverðlaunin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Aþenu um þar síðustu helgi. Þá hlaut hún einnig áhorfendaverðlaun í Sydney og nýlega hlaut aðalleikkona myndarinnar, Kristín Þóra Haraldsdóttir, verðlaun sem besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni Queer Lisboa í Lissabon. Er því óhætt að segja að myndin hafi átt sannkallaðri velgengni að fagna þar sem hún hefur rakað til sín verðlaunum á árinu. Meðal annarra verðlauna sem myndin hefur hlotið má nefna alþjóðlegu gagnrýnendaverðlaunin (FIPRESCI) á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg og Roger Ebert-verðlaunin fyrir bestu frumraun leikstjóra á Traverse City-kvikmyndahátíðinni í Michigan. Þá var Ísold Uggadóttir valin besti erlendi leikstjórinn á hinni virtu bandarísku kvikmyndahátíð Sundance í janúar. Ísold varð ekki aðeins fyrst íslenskra leikstjóra til að hljóta verðlaunin, heldur var Andið eðlilega fyrsta íslenska myndin til að hljóta verðlaun á hátíðinni.