Þriðjudagur 21. janúar, 2025
-2.3 C
Reykjavik

Andlát eftir bólusetningu hérlendis til rannsóknar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslendingur sem nýlega voru bólusettur vegna Covid-19 er látinn og hefur tilvikið verið tilkynnt til Lyfjastofnunar sem alvarlegar aukaverkanir bóluefnis Pfizer. Bæði Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri og Alma Möller landlæknir segja þó allsendis óvíst að viðkomandi hafi látist vegna bóluefnisins því um var að ræða aldraðan einstakling með ýmsa undirliggjandi sjúkdóma.

Andlátið er til skoðunar ásamt níu öðrum kvörtunum sem liggja á borði Lyfjastofnunar vegna aukaverkana bóluefnisins. Í samtali við Mannlíf segir Rúna þær langflestar snúa að mjög hefðbundnum aukaverkunum bólusetninga. „Við leggjum áherslu á að til okkar sé tilkynnt um allar aukaverkanir og flestar þær tilkynningar sem við höfum fengið er eitthvað sem búist var við. Það er ein alvarleg komin sem snýr að dauðsfalli en það er erfitt að tengja það beinlínis við bólefnið því þar er um að ræða langveikan sjúkling með töluvert af undirliggjandi sjúkdómum. Í þessari fyrstu umferð erum við að bólusetja háaldrað fólk,“ segir Rúna.

Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar.

Rúna segir að mörg jákvæð teikn séu á lofti í bólusetningarmálum hérlendis og vonir standi til að ljúka bólusetningum á árinu þrátt fyrir svartsýnispár sumra. Aðspurð hvort hún sjálf sé búin að merkja draumadagsetningu í dagatalið sitt segir hún svo ekki vera. „Þetta er bara áfram veginn en ég sé ekki ennþá hversu langur vegurinn er. Það er óhætt að segja að þessi faraldur hefur komið okkur mjög á óvart. Aðalatriðið er að við erum bráðum að fá fjögur bóluefni gegn Covid og það eru mjög jákvæðar fréttir miðað við bara fyrir nokkrum mánuðum. Miðað við hversu hratt allt hefur gengið núna tel ég það ekki rétt að við náum ekki að klára á árinu. Ég trúi því. Við erum að vinna í þessu dag og nótt,“ segir Rúna.

Uppfært kl: 17:25

Eftir að frétt Mannlífs birtist fyrr í dag hefur verið greint frá því að andlátin séu nú þrjú til rannsóknar sem og 16 tilkynningar á heildina um aukaverkanir.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -