Laugardagur 23. nóvember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Andlát í Hafnarfirði: Lögregla kölluð á heimilið fimm tímum áður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögregla var kölluð að heimili konunnar, sem fannst látin á heimili hennar aðfararnótt mánudags, fyrr sama kvöld eða fimm tímum áður en lögregla var aftur kölluð að heimilinu vegna andlátsins.

Vísir greinir frá því að sonur konunnar, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana, hafi verið ástæðan fyrir útkallinu. Var maðurinn í annarlegu ástandi þegar lögregla mætti á vettvang, en lagaskilyrði skorti til að fjarlægja hann af heimilinu í því útkalli, að sögn Karls Steinars Valssonar yfirlögregluþjóns.

Í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis segir Karl Steinar að öll samskipti útkallsins á heimilið séu til á búkmyndavélum lögreglumanna og hafi verið yfirfarin. Embættið sé búið að skoða viðbrögð lögreglu við fyrra útkallinu og ekkert bendi til þess að þau hafi átt að vera með öðrum hætti. Embættið meti svo að ekki hafi verið lagaskilyrði til að fjarlægja manninn af heimilinu þá.

Sjá einnig: Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna andláts í Hafnarfirði

Ennfremur kom í ljós að eftir að lögregla mætti í fyrra útkall hafa hún varið dágóðri stund á heimilinu, rætt við manninn og svo farið. Tæplega fimm klukkustundum síðar er maðurinn talinn hafa ráðist á móður sína og stjúpföður með þeim afleiðingum að móðir hans lést og stúpfaðir hans slasaðist alvarlega. Maðurinn var úrskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald síðasta þriðjudag.

Embætti héraðssaksóknara hefur verið upplýst um atburðarásina.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -