Kona um sextugt fannst látin á heimili sínu í Hafnarfirði í nótt og handtók lögreglan tvö karlmenn vegna málsins og beinist rannsókn málsins meðal annars að því hvort þeir hafi átt þátt í andláti konunnar. Samkvæmt heimildum Mannlífs er um að ræða son konunnar og sambýlismann hennar.
Samkvæmt heimildum Mannlífs bjó konan í félagslegu húsnæði í eigu Hafnarfjarðarbæjar, og á bærinn fleiri íbúðir í sama stigagangi og er unnið að því að veita íbúum hússins sálgæslu.
Sjá einnig: Fjölskyldumeðlimir í varðhaldi eftir andlát
Íbúi í nágrenninu varð var við ferðir lögreglunnar, og meðal annars sérsveit ríkislögreglustjóra.
Margeir Sveinsson hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vildi ekki veita neinar upplýsingar um málið að svo stöddu, en sagði nokkra lögreglumenn og bíla hafa komið á staðinn.