Gæsluvarðhald karlmanns á sextugsaldri hefur verið framlengt til til 22. apríl. Karlmaðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 2. apríl eftir að krufning á eiginkonu hans leiddi í ljós að andlátið hennar hefði að líkindum borið að með saknæmum hætti.
Sjá einnig: Andlát konu í Sandgerði rannsakað sem sakamál
Héraðsdómur Reykjaness samþykkti í gær kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum um áframhaldandi gæsluvarðhald mannsins.
Rannsókn málsins miðar vel að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra á Suðurnesjum.
Sjá einnig: Handtekinn þremur dögum eftir andlát sambýliskonu: Bæjarbúar slegnir
Sjá einnig: Andlát í Sandgerði: Ber við minnisleysi