Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Ingvar fær enga hjálp í Fossvogsskóla fyrir son sinn: ,,Drengurinn minn verður fyrir miklu ofbeldi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

,,Drengurinn minn verður fyrir miklu ofbeldi af hendi skólayfirvalda Reykjavík að í gærkvöldi gerði ég svolítið sem ég hélt að ég myndi aldrei gera eða lenda í…. Ég tilkynnti mál til Barnaverndar, hjá Reykjavíkurborg.“

Ingvar Ingason

Sonur Ingvars fær ekki þá aðstoð og stuðning sem hann þar nauðsynlega á að halda innan skólans ,,En ekkert hefur gengið að fá úrlausn á okkar málum og því er lítið annað hægt að gera en að kæra eða koma í ferli máli gagnvart þeim aðilum sem eru að stunda þetta ofbeldi og stuðla að því að strákurinn minn fái að njóta fullra lífsgæða, hafa gaman og líði vel í sama skóla og hann er tilneyddur að fara í vegna skólaskyldu þar sem ekki hægt að færa á milli hverfa/skóla” segir Ingvar Ingason.

Ingvar bætir við að vandamálið sé enn víðtækara. ,,Skólinn er morandi í myglusveppum og Reykjavíkurborg gaf til að mynda út alvarlega skýrslu 15. desember sl. um bullandi krabbameinsvaldandi gró sem grassera í Fossvogsskóla.“

Ofbeldi í stað lífshamingju 

,,Hversu langt þurfa mál að vera komin þegar maður er farinn að tilkynna að sitt eigið barn verði fyrir ofbeldi af þeim sem eiga að stuðla að uppbyggingu og lífshamingju þeirra? Er ekki eitthvað rangt við þessa mynd ?” segir Ingvar er þar að vísa til menntamálayfirvalda Reykjavíkurborgar.

,,Forsvarsmenn Reykjavíkurborgar gera allt sem minnst úr þessu máli og fara í hártoganir um vísindalegar staðreyndi þegar þeir sjálfir myndu aldrei, og ég held að ég geti fullyrt það með nokkurri vissu, láta bjóða sér sambærileg rök.“

- Auglýsing -

Annað sem maður fer að hugsa í máli sem þessu og setur spurningarmerki við, hvar er umboðsmaður barna í svona málum?´´

Ingvar segir þetta ekki bundið við son sinn heldur sé um að ræða heilu árganga af börnum en samkvæmt Barnaverndarlögum í gr. 16 segir meðal annars:

„Öllum er skylt að tilkynna til barnaverndarnefndar ef þeir hafa ástæðu til að ætla að barn:

- Auglýsing -
  1. búi við óviðunandi uppeldisaðstæður
  2. verði fyrir ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi eða
  3. stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu.

Hvenær stígur Umboðsmaður barna inní mál – bara þegar það hentar honum eða hvað?

Ingvar segir niðurstöðuna frá sínu sjónarmiði vera þá að drengurinn hans sé á seinasta ári í Fossvogsskóla og færi sig um set næsta haust. ,,En hvað með alla þá krakka sem koma inn á þessu hausti og næstu árum og eiga eftir að vera í þessu umhverfi næstu árin?”

,,Öll þessi loforð um að allt verði gert eru bara innatóm orð hjá þeim sem hafa um þessi málefni að segja. Við erum að tala um einstaklinga sem eru að undirbúa sig undir lífið og með því að grípa ekki til aðgera er verið að hefta einstaklinga í því að verða besta útgáfan að sjálfum í stað þess að framleiða einstaklinga sem ef til vill verða ekki verða jafn hæfirsamfélagsþeganar vegna alls kyns kvilla, andlegra og líkamlegra, sem enginn getur útskýrt? Og hvar liggur ábyrgðin? Ég spyr og berst en fæ hvergi svör”.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -