Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Andrea er glöð að geta þeytt skífum aftur: „Þetta er mjög pent og huggulegt fyrir eldri borgara“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sá síungi töffari, Andrea Jónsdóttir, útvarpskona og plötusnúður á afmæli í dag. Telja árin nú 73 ár.

Andrea Jónsdóttir, sem oft er titluð „rokk-amma Íslands“ byrjaði útvarpsferil sinn á Rás tvö 1970 þar sem hún stjórnaði þættinum Á nótum æskunnar ásamt Pétri Steingrímssyn en svo tók hún sér hlé og fór að vinna sem prófarkalesari á Þjóðviljanum 1972 en þar var hún í meira en áratug. Hóf hún aftur störf á Rás 2 árið 1984 með sinn eigin þátt og hefur hún unnið í útvarpinu síðan með hina ýmsu þætti. Nú um stundir er hún með þáttinn Pressan á sunnudögum. Þá hefur Andrea einnig verið plötusnúður á Dillon hverja einustu helgi síðustu 25 árin, að Covid-lokunum frátöldum.

Andrea hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2018 fyrir framlag sitt til kynningar á íslenskri og erlendri dægurtónlist.

Mannlíf hringdi í hvíthærða töffarann og spurði hana hvort og þá hvernig hún ætlaði að halda upp á afmælið.

„Börnin mín ætla að bjóða mér út að borða. Þannig að það er varla hægt að segja að ég ætli að halda upp á það eins og hefur reyndar verið gert mjög oft á minni ævi, þá er ég látin halda upp á afmæli,“ svaraði Andrea og hló. „Eða þá að mér er boðið í eigið afmæli, sem er mjög þægilegt.“

Aðspurð um það hvort hún hafi annars ekki nóg fyrir stafni þessa dagana sagði Andrea svo vera. „Jú, ég vinn svona smá í útvarpinu og svo DJ um helgar þannig að þetta er mjög pent og huggulegt fyrir eldri borgara,“ svaraði Andrea og sagði það gott að vera komin aftur á kreik eftir Covid-lokanirnar. „Jú, það er voða fínt sko, þetta var erfitt þarna, þetta ár sem allt var lokað en þetta var sjálfsagt verra hjá mörgum en mér.“

- Auglýsing -

Mannlíf óskar afmælisbarninu síunga innilega til hamingju með daginn!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -