,,Við förum 2 til 3 saman, stundum skiptum við liði og skoðum opna gáma bakvið stórar matvöruverslanir. Það er hreint ótrúlegt hverju er hent, fullkomlega góðu grænmet og ávöxtum er stundum hent bara út af því að það er asnalegt í laginu en annars fullkomlega boðlegt til neyslu.” segir Sigvarður Ari Huldarson, einn af fyrstu meðlimum Andrýmis. Meðlimir Andrýmis eru alfarið á móti matarsóun og segir Sigvarður hana sorglega mikla á Íslandi.
Í miðbæ Reykjavíkur, nánar tiltekið Bergþórugötu 20, er að finna fólk sem er með aðra sýn á hlutina en mörg okkar. Þetta gamla og notalega timburhús eru höfuðstöðvar Andrýmis, sem er róttækt félagsrými.
Íslensku gámarnir ferskari
,,Í sumum löndum er ólöglegt að taka mat úr ruslagámum en sem betur fer ekki á Íslandi. Við finnum heilu kassana af ávöxtum, grænmeti, brauði og ostum og síðan hittumst við kvöldið eftir eldum upp úr því sem við fundum kvöldið áður. Við erum alfarið vegan og snertum ekki kjöt eða mat sem hefur komist í snertingu við kjöt”. Þetta eru oft miklar veislur því það er mikið af góðum kokkum í hópnum. Brauð og co hafa til dæmis verið duglegir við að gefa okkur brauð og bakkelsi,,
Sigvarður hefur fengið fyrirspurnir um hvort ég hafi einhvern tíma orðið veikur eða fengið í magann en það sé langt því frá það heppilegt fyrir hópinn að búa á Íslandi því hér sé fremur kalt. ,,Það eru sambærilegir hópar út um allann heim og það er til dæmis mun auðveldara að fá ferskan mat hér en til dæmis á Spáni.”
Frakkar hneykslast á meðferð osta
Í Andrýmishópnum er að finna fólk alls staðar að úr heiminum og segir Sigvarður Frakkana vera sérstaklega hneykslaða á meðferð landans á ostum. ,,Þeir segja Íslendinga ekkert kunna með osta að fara og þeim sé hent akkúrat þegar þeir séu að verða rétt þroskaðir.”
En Anrými gengur úr á mun meira en baráttu gegn sóun á mat. Elínborg Önundardóttir, félagi Sigvarðar í hópnum og einn af stofnendunum segir Andrými vera grasrótarsamtök sem leggi áherslu á sjálfvirkni, jafnrétti, samfélaglega ábyrgð og aðgerðastefnu. ,,Allir eru velkomnir til okkar og til að mynda eru útlendingar og samkynhneigðir og þá sérstaklega samkynhneigðir útlendingar virkir en við komum alls staðar frá.”
Grænt, sjálfbært og réttlátt samfélag
Elínborg segist vilja sjá réttlátara samfélag og allt starf er unnið í sjálfboðavinnu, tekið sé á móti frjálsum framlögum og sumir greiði fasta upphæð mánaðarlega.
,,Við hvetjum alla til að kynna sér starfið okkar og baráttu fyrir réttlátara samfélagi. Við erum öll í sjálfboðaliðavinnu, vinnum að grænum lífsstíl og bjóðum alla velkomna sem eiga erfitt að finna sér samastað í lífinu. Við erum líka með alls kyns fyrirlestra og starfssemi, hjólaverkstæði, við kennum sjálfsvörn, kona af hinu ofsótta Roma fólki hefur kynnt okkur líf þeirra og ein vinkona okkar frá Afghanistan hefur kennt farsi tungumálið fyrir áhugasama.”
Allar nánari upplýsingar um Andrými og starfssemina er að finna á vef og Facebook síðu Andrýmis.