Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Andstæður laða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Pör eru eins og seglar. Segull hrindir frá sér öðrum segli með sama skaut, en seglar með ólík skaut festast saman. Þó ekki séu sömu öfl að verkum hjá pörum þá virkar þetta ekki ólíkt.

Almenna reglan er að tveir einstaklingar með ólíka eiginleika dragast saman og mynda par. Þrátt fyrir þetta er algengt að heyra fólk segja “við erum bara svo ólík” þegar samband þeirra er komið í krísu eða nálægt þroti. Fólk telur þá að það að vera ólík sé ókostur og trúir því jafnvel að svoleiðis hafi það ekki alltaf verið. Ólíkindin eru orðin sökudólgur en ekki krafturinn sem festi það saman.

Það er okkur eðlislægt að para saman ólíka aðila. Meira að segja náttúran í okkur leitar í maka sem er erfðafræðilega ólíkur okkur sjálfum til að auka fjölbreytileika afkvæma parsins. Það er líka svo miklu skemmtilegra að búa með einhverjum sem er ekki eins og klón af manni sjálfum. Þeir sem vilja búa með sjálfum sér gera það og kalla sig einhleypa.

Makaleit snýst ekki um það að finna hinn fullkomna maka eða hinn helminginn af sjálfum sér. Makinn á ekki að hugsa eins og maður sjálfur. Það væri frekar leiðinlegt líf að vera með annarri manneskju sem væri alltaf sammála manni og vildi hafa allt eins og maður sjálfur.

Það er ekki þar með sagt að fólk sem er í samböndum deili ekki grunn gildum og sé sammála í stóru atriðunum. En það eru aðrir þættir sem eru ólíkir með fólki. Yfirleitt eru það þessir ólíku eiginleikar sem fólk laðast að í upphafi. Sá sem er ófeimin og talar mikið er tilvalin maki fyrir þann sem er feiminn og hlédrægur. Sá sem er sveiflukenndur í skapi vill búa með manneskju sem er jafnlynd. Það gerist samt oft þegar líður á sambönd að fólk fer að vilja breyta makanum og hættir að sjá kostina sem það féll fyrir í upphafi. Þegar þetta gerist fara sambönd að standa höllum fæti og verða leiðinleg.

Lykilinn að langvarandi ánægju í sambandi er að skilja að það er hjálplegt að vera með manneskju sem er ólík manni sjálfum. Þannig verður heildin betri. Eitt af því skemmtilega við að vera í sambandi er að fá að sjá heiminn í gegnum augu annarrar manneskju sem sér hlutina á allt annan hátt en maður sjálfur. Ef við trúum því að við vitum ekki allt um makann okkar, vitum ekki hvernig hún hugsar og nálgumst hán alltaf sem ákveðinni forvitni þá verður lífið og sambandið svo miklu gæfuríkara. Gerið það að æviverkefni að vera forvitinn um makann.

Áslaug Kristjánsdóttir hjúkrunar- og kynfræðingur hjá Domus Mentis geðheilsustöð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -