Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Angejlin Sterkaj hótaði að „fylla maga Armando af byssukúlum“ – Skömmu síðar stóð hann við það

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Landsréttur hefur birt gæsluvarðhalds- og farbannúrskurði allra sem bæði lágu undir grun og hafa verið ákærðir í tengslum við morðið á Armando Beqiri í Rauðagerði aðfaranótt 14. febrúar. Málið er eitt það umfangsmesta sem lögregla hefur rannsakað hér á landi og ljóst þykir af gögnunum sem Landsréttur hefur birt að umfangið er gríðarlegt. RÚV fjallaði fyrst um málið.

Morðið við Rauðagerði: Einn hinna handteknu á skammbyssu – Gaf sig sjálfur fram

 

Hnakkrifust og Angejlin hótaði Armando lífláti

Meðal þess sem fram kemur í gögnunum sem birt hafa verið eru samskipti Angejlin Sterkaj sem hann átti við Armando Beqiri. Þar kemur fram að mennirnir tveir hafi hnakkrifist tveimur dömum dögum fyrir morðið. Ástæða rifrildisins var sú að Armando hélt að Angejilin hefði flutt inn menn til Íslands til þess að skaða hann. Þá kemur einnig fram að í þessum sömu rifrildum viðurkenndi Angejlin að hafa hótað Armando lífláti og tjáð honum að þegar þeir myndu hittast næst ætlaði hann að „fylla maga Armando af byssukúlum.“

„Kærði lýsti rifrildi sínu við brotaþola sem átti sér stað fimmtudaginn 11. febrúar sl. Kærði kvaðst hafa hótað að drepa brotaþola. Kærði sagði brotaþola hafa hótað sér og hafi kærði sagt við brotaþola að þegar þeir hittust myndi kærði fylla maga brotaþola af byssukúlum.“

- Auglýsing -

Morðið í Rauðagerði: Játning liggur fyrir á skipulögðu morði á Armando

 

Fjórar ákærur en ein játning

- Auglýsing -

Angejlin Sterkaj sem er einn fjögurra sem ákærður er fyrir morðið á Armando Beqiri hefur eins og áður hefur komið fram játað morðið, hann er í gæsluvarðhaldi. Tveir sakborninga eru í farbanni en þá fjórði situr nú í fangelsi og afplánar refsingu fyrri dóms. Foreldrar Armando og ekkja hans, krefjast þess að þeim verði dæmdar 70 milljóna króna af hendi sakborninganna fjögurra vegna morðsins.

Þetta er maðurinn sem hefur játað á sig morðið í Rauðagerði

Morðið í Rauðagerði: Einn úrskurðaður í farbann

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -