Föstudagur 25. október, 2024
3.2 C
Reykjavik

Anita Briem, leikkona: „Ég vildi alls, alls ekki fara til baka“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Anita Briem, leikkona segir að það sé best að búa á Íslandi og segist ekki vera á leiðinni út til Hollywood aftur í bráð. Það er þó nóg að gera hjá leikkonunni sem var að klára tökur á Íslenskri kvikmynd sem verður frumsýnd í lok mars. Myndin heitir Skjálfti, en svo er hún einnig að skrifa nýja sjónvarpsseríu.

Anita ræddi um það hvers vegna hún flutti frá Hollywood og aftur heim til Íslands eftir 13 ára dvöl vestanhafs í spjalli við Ísland vaknar í morgun sem Rósa Margrét Tryggvadóttir tók saman. Sagði hún að það hafi tekið á og verið áhugavert að búa úti en að langbest væri að búa heima á Íslandi. Býst hún ekki við að flytja aftur út. Hún leikur aðalhlutverk í væntanlegri kvikmynd sem heitir Skjálfti og verður frumsýnd 31. mars. Sjálf er Anita að skrifa sjónvarpsseríu í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Glass River en hún ræddi um þetta allt á K100.

„Það er bara langbest að vera hér,“ sagði Anita sem segir ótrúlega mikilvægt fyrir 8 ára dóttur hennar að geta alist upp með ömmu sinni og afa og stórfjölskyldunni.

Ég átti heilt líf þar

„Ég kom hingað í byrjun 2020 með tvær ferðatöskur til að taka upp þessa mynd, Skjálfta, sem er verið að fara frumsýna eftir tvær vikur. Við tókum upp myndina og svo átti ég að fara heim aftur. Þegar við vorum á setti, þegar við vorum að taka upp fyrir tveimur árum síðan. Þá man ég að ég sat í stólnum hjá Kristínu Júllu í sminki og þá sagði hún: Anita, það er komið fyrsta tilfellið af Covid á Íslandi. Þannig að ég fór aldrei til baka. Og alltaf þegar það átti að nálgast það að fara heim til mín aftur. Ég átti heilt líf þar og maðurinn minn var þar. Þá fann ég alltaf meira og meira að ég vildi alls, alls, alls ekki fara til baka. Ég fann bara svo sterkt að hér átti ég að vera,“ lýsti Anita einlæg í viðtalinu

Þó að fólk sé frægt þá gerir það ekkert að betri manneskjum

„Því eldri sem þú verður verður auðveldara að forgangsraða og virkilega vita hvað þér finnst mikilvægt,“ sagði Anita.

„Dóttir mín var svona fimm ára þegar ég fór virkilega að hugsa hvað ég vildi vera. Mun dóttir mín líta á sig sem Ameríkana eða Íslending? Það er mikill munur að alast upp í þessum heimum,“ sagði hún.

Aðspurð um fræga fólkið í Hollywood benti hún réttilega á að þetta væri allt saman fólk.

- Auglýsing -

„Þetta er allt saman fólk. Þó að fólk sé frægt þá gerir það ekkert að betri manneskjum eða áhugaverðari manneskjum,“ sagði Anita.

Búin að vera ótrúlega lánsöm

Hún staðfesti að það sé nóg að verkefnum í gangi hjá henni um þessar mundir.

„Ég er búin að vera ótrúlega lánsöm og ég er svo þakklát á hverjum einasta degi að ég er búin að fá að vinna með svo dásamlegu kvikmyndagerðarfólki á Íslandi,“ sagði Anita og nefndi meðal annars Tinu Hrafnsdóttur leikstjóra Skjálfta. Hún ræddi um myndina og frábærar viðtökur hennar á erlendum kvikmyndahátíðum.

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -