Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Aníta reið: „Hvernig væri að byrja á því að laga aðbúnað á hjúkrunarheimilum landsins fyrst?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aníta Estíva, blaðmaður hjá K100, hefur ekki fengið að hitta fárveikan föður sinn í nærri fimm mánuði. Hann liggur með heilasjúkdóm á hjúkrunarheimili þar sem hann hefur mist getuna til að halda uppi fjarsamskiptum við ættingja sína. Anítu finnst að bæði fangelsi en ekki síður hjúkrunarheimili þurfi nauðsynlega á meiri fjárstuðningi að halda.

Tilefni skrifa Anítu eru fréttir af fimm mánaða heimsóknarbanni í fangelsum Landsins, Litla-hrauni og fangelsinu á Hólmsheiði, vegna Covid-19. Henni finnst að laga eigi aðbúnað fangelsa því allir eigi rétt á mannúðlegri framkomu. Anítu finnst hins vegar að byrja eigi samt að laga aðbúnaði hjúkrunarheimila fyrst. „Okey, sorrý… En ég verð bara smá reið að lesa þetta.. Í dag er 11. nóvember og ég hef ekki hitt pabba minn í að ganga fimm mánuði..Hann er ekki í fangelsi.. Nei, alls ekki. Hann er á hjúkrunarheimili.. Þar er held ég ein tölva sem íbúar geta nýtt sér til þess að hafa samband við aðstandendur en pabbi er ekki svo heppinn að geta það, hann hefur því miður misst getuna til þess að geta haft samband símleiðis eða í gegnum fartölvu,“ segir Aníta.

„Ef það á að laga aðbúnað fanga, hvernig væri þá að byrja á því að laga aðbúnað fólks á hjúkrunarheimilum landsins fyrst“

Í dag segir Aníta að það eina sem faðir sinn þekki eru andlit barna sinna og eiginkonu en þrátt fyrir það fái hann ekki að hitta sína nánustu. „En ekki fær hann að hitta okkur, heyra í okkur eða sjá..Pabbi gerði ekkert af sér annað en það að veikjast af alvarlegum heilasjúkdómi. Hann er sextíu ára gamall og átti öll bestu árin eftir með mömmu og okkur! Í staðinn, situr hann allan daginn og hlustar á tónlist, fær næringarsnauðan mat og enga almennilega iðjuþjálfun vegna faraldursins,“ segir Aníta og bætir við:

„Það er heimsfaraldur í gangi og ég vildi óska þess að ég gæti fengið að hitta pabba minn en ég get það ekki. Ég geri mér samt fulla grein fyrir því af hverju það er ekki hægt og sýni því fullan skilning. Það þýðir ekkert að væla yfir því hver fær að hitta hvern heldur er þetta verkefni sem við stöndum frammi fyrir. Ef það á að laga aðbúnað fanga, hvernig væri þá að byrja á því að laga aðbúnað fólks á hjúkrunarheimilum landsins fyrst.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -