Laugardagur 4. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Anna fékk yfir sig hatursorðræðu: „Ég fæ á tilfinninguna að stuðningsfólk Guðmundar sé að rústa baráttumálum hans“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég fæ á tilfinninguna að stuðningsfólk Guðmundar Franklín Jónssonar sé að rústa baráttumálum hans ef þau eru þá einhver auk þess að sækjast eftir forsetaembættinu,“ segir Anna Kristjánsdóttir í færslu á Facebook.

Anna hefur verið búsett á Tenerife síðan um miðjan ágúst í fyrra, en í færslu sinni segist hún hafa skrifað athugasemdir hjá frænku sinni, sem kaus utan kjörfundar.

„Ónefnd frænka mín tilkynnti á Facebook fyrir nokkrum dögum síðan að hún hefði kosið utankjörstaðar og valið Guðmund Franklín Jónsson og jafn hvatvís sem ég er, sagði um leið að ef Guðmundur Franklín ynni kosningarnar myndi hún þurfa að sjá eftir ákvörun sinni það sem eftir væri ævinnar,“ segist Anna og segist hafa fengið fjölda athugasemda á orð sín: „og jafnvel hraunað svo rækilega yfir mig að ég stend vart í fæturna af skömm.“

Anna segir þó að erfiðust séu orð sem sjálfboðaliði á kosningaskrifstofu Guðmundar Franklíns Jónssonar forsetaframbjóðanda, skrifaði. Konan sem skrifar byrjar á að gera athugasemd við að Anna eigi ekki að skipta sér af kosningunum þar sem hún búi erlendis.

„Svanhvít Tómas álasar mér fyrir að búa erlendis sem er alveg rétt, en virðist ætlast til að ég skipti mér ekki af kosningunum. Ég bý á Paradísareyju undan ströndum Afríku sem tilheyrir Evrópusambandinu rétt eins og Guðmundur Franklín gerir, en þó er mikill munur á. Guðmundur Franklín Jónsson greiðir sína skatta og skyldur til danska ríkisins, en ég greiði mitt til íslenskra yfirvalda. Hvort okkar skyldi vera meiri íslenskur þjóðfélagsþegn? Hvort okkar ætti frekar að skipta sér af forsetakosningunum?,“ segir Anna, og bætir við að konan megi einnig velta fyrir sér hvort þeirra, Anna eða Guðmundur greiði meira í ferðastyrk hennar og annarra íslendinga.

„Ég borga minn hluta með sköttunum mínum en fæ ekki að njóta styrksins. Umræddur Guðmundur fær heldur ekki neitt því hann er búsettur á Borgundarhólmi, en greiðir væntanlega skatta og skyldur í Danmörku.“

- Auglýsing -

Konunni finnst einnig rétt á benda á kynhneigð Önnu í athugasemdum sínum, og gera athugasemdir við hana.

„Verst af öllu eru samt orð Svanhvítar í garð samkynhneigðra. Að ég skuli vera meira hneigð til kvenna en karla virðist vera hið versta mál hjá henni,“ segir Anna.

Konan segir í athugasemd sinni að hún hafi stutt baráttu fyrir að vilja vera kona á sínum tíma. „Svo í dag skammast ég mín fyrir mína dómgreind þegar karlmaður yfirgaf konu sína til að vera kona og verða svo ástfangin af konu og auglýsa það segir allt um þig, en auðvitað styður þú Guðna hvað annað?,“ segir konan og bætir við að hún hafi sterkan grun um að Anna fái greitt fyrir Facebook færslur sínar.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -