Laugardagur 14. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Anna gerði ótrúleg kaup við Þjóðverja: „Með mynd af bílnum í vasanum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anna Kristjánsdóttir, vélstjóri á eftirlaunum, flutti til Tenerife í fyrra . Á Facebook heldur hún dagbók um veru sína þar sem hefur slegið í gegn. Nú segir Anna frá því að hún sé komin á blæjubíl.

„Það var einu sinni Þjóðverji sem átti tvö heimili. Tíu mánuði ársins bjó hann í Þýskalandi og stundaði sín viðskipti. Suður í Paradís átti hann annað heimili og bjó þar tvo mánuði á ári, átti hús á báðum stöðum og naut lífsins. Þegar kom að sumarleyfinu settist hann upp í sportbílinn sinn og ók suður til Spánar, þar um borð í ferju og áfram til Tenerife,“ segir Anna.

Svo kom að því að maðurinn ákvað að flytja alfarið á eyjuna fögru. „Svo fór Þjóðverjinn á eftirlaun. Maður á eftirlaunum þarf ekki að eiga tvö hús og sportbíl svo hann seldi húsið sitt í Þýskalandi og flutti til Tenerife þar sem hann ákvað að losa sig við blæjubílinn frá Mercedes og fá sér jeppling eins og aðrir eftirlaunamenn enda maðurinn gamall og stirður og erfitt að fara inn í bílinn. Maðurinn örugglega kominn yfir sextugt og stoðkerfisvandamálin farin að segja til sín,“ segir Anna.

Þrátt fyrir aldur reyndist bíllinn merkilega lítið ekinn. „Vandamálið var bara að bíllinn sem var einungis keyrður 100 þúsund kílómetra þótt hann væri 17 ára gamall var að verða verðlaus sökum aldurs. Nú er gamli maðurinn kominn á gamalmennajeppling á borð við Hondu CRV (Certified Retirement Vehicle) eða Toyotu RAV, kannski betri bíl á borð við Mercedes eða BMW og búinn að selja sportbílinn,“ segir Anna.

Þetta allt varð til þess að Anna er nú komin á Mercedes blæjubíl  „Gömul kona í Los Cristianos, kona sem einnig er komin á eftirlaun, vildi eignast bíl.

Í dag má sjá gömlu konuna sem komin er nálægt sjötugu á gömlum Mercedes sportbíl án topplúgu en með blæju akandi um allt eins og ungpía og ef hlustað er vandlega á hljóðin úr bílnum þegar seventís eða eitís tónlistin þagnar, má heyra gömlu konuna raula fyrir munni sér á íslensku:

- Auglýsing -

Ég fer í ljós þrisvar í viku

og mæti reglulega í líkamsrækt

ég fer í Hollywood um helgar

- Auglýsing -

með mynd af bílnum í vasanum.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -