Sunnudagur 5. janúar, 2025
-11.2 C
Reykjavik

Anna, Guðbjörg Heiða og Þorbjörg Helga hlutu viðurkenningar FKA

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Viðurkenningarhátíð FKA (Félags kvenna í atvinnulífinu) var haldin í Gamla bíói í dag. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra flutti erindi. Þrjár konur fengu viðurkenningar FKA 2020.

„Árlega heiðrar FKA þrjár konur í atvinnulífinu og veitir þeim viðurkenningar til að vekja athygli á eftirtektarverðum konum í atvinnulífinu. Veittar eru viðurkenningar á hátíðinni til þriggja kvenna sem hafa verið konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd.“

Þær sem hlutu viðurkenningu eru:

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir frumkvöðull, stjórnandi og framkvæmdastjóri í nýsköpunarfyrirtækinu Kara hlaut hvatningarviðurkenningu FKA, en hún er veitt konu sem sýnt hefur athyglisvert frumkvæði.

Anna Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur hlaut þakkarviðurkenningu FKA, en hún er veitt konu fyrir eftirtektarvert ævistarf sem stjórnanda í atvinnulífinu.

Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir forstjóri Marel á Íslandi hlaut viðurkenningu FKA, en hún er veitt konu fyrir vel unnin störf í þágu atvinnureksturs kvenna eða þeim sem hafa verið konum í atvinnulífinu sérstök hvatning eða fyrirmynd.

- Auglýsing -

Í dómnefnd voru Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og staðgengill borgarstjóra (formaður), Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, Margét Tryggvadóttir, forstjóri NOVA, Kristinn Óli Haraldsson (Króli), tónlistarmaður og leikari, Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs Íslands, Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP og Guðbjörg Matthíasdóttir, útgerðar- og athafnakona í Vestmannaeyjum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -