Laugardagur 21. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Anna hefur fengið nóg af sérmeðferð dómara á nauðgurum – Hrottar sleppa oftast við fangelsi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anna Bentína Hermansen, ráðgjafi hjá Stígamótum, hefur fengið sig fullsadda af því hvernig dæmdir nauðgarar sleppi við alla refsingu trek í trek. Hún hefur komið á stað undirskriftarsöfnun sem nærri þúsund Íslendingar hafa lagt nafn sitt við á stuttum tíma. Á Íslandi er algengt að þó maður sé dæmdur fyrir hrottalega nauðgun þá sleppi hann við alla fangelsisvist. Nöfn þeirra eru æ oftar ekki birt opinberlega og því má segja að afleiðingar dóms sé oft harla litlar á Íslandi.

Anna segir vægan dóm Jóns Páls Eyjólfssonar, fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, á dögunum hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Hann var dæmdur í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir hrottalega nauðgun. Anna segir það óboðlegt. „Þann 30. nóvember 2020 féll fyrsti nauðgunardómurinn í máli sem tengist #metoo á Íslandi. Umfjöllun fjölmiðla bendir til þess að nauðgunin hafi verið hrottaleg og voru lesendur varaðir við grófum lýsingum. Sakborningurinn hlaut tveggja og hálfs árs dóm sem var skilorðsbundinn að fullu! (Skilorðsbundinn dómur þýðir að sakborningurinn sleppur alfarið við fangelsisvist, þrátt fyrir að hafa verið fundinn sekur um næst alvarlegasta brotið í mannlegu samfélagi á eftir morði.)“

Hún bendir á að þetta sé ekki svona í þeim löndum sem við berum okkur saman við. „Á Norðurlöndum, t.d. í Svíþjóð, er ólöglegt dæma fólk til vægrar refsingar á borð við skilorð, ef það fremur alvarleg brot gegn lífi og limum annarra. Í brotaflokkum á borð við nauðgun, morð og morðtilraun, þar sem lágmarksrefsingin er 1 ár eða meira, er ólöglegt að dæma hinn seka ekki til fangavistar. Sömu lög þyrfti að taka upp á Íslandi,“ segir Anna.

Hún telur nokkuð ljóst að svo vægir dómar í málum nauðgara byggi ekki á skoðun almennings. „Það hlýtur að vera á skjön við réttlætiskennd almennings að fólk geti framið hrottalegar nauðganir og að þeir örfáu gerendur sem eru sakfelldir fyrir dómstólum þurfi ekki að verja einni mínútu bak við lás og slá. Við krefjumst þess að lögum verði breytt á þann máta að skilborðsbundin refsing eigi ekki við þegar um jafn alvarlegt brot og nauðgun er að ræða. Það er löngu tímabært að refsingar fyrir grófustu glæpina endurspegli afleiðingarnar fyrir þolendur – og samfélagið í heild. Hér er enn einn dómurinn sem er algjörlega á skjön við alvarleika brotsins. Réttarkerfið er þrautaganga fyrir þolendur kynferðisofbeldis, og í þeim fáu tilfellum sem gerendur hljóta dóm er hann í hrópandi ósamræmi við refsiramma laganna og réttlætiskennd samfélagsins. Lögin virðast vernda frekar þá sem brjóta af sér en þá sem er brotið er á.“

Hér fyrir neðan má leggja nafn sitt við málstað hennar.

Bið ykkur sem eru sammála þessu að skrifa undir. Nýfallin dómur í nauðgunarmáli má ekki vera fordæmisgefandi. Við þurfum…

Posted by Anna Bentína Hermansen on Tuesday, December 1, 2020

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -