Laugardagur 4. janúar, 2025
-9.2 C
Reykjavik

Anna Karen er dóttir forstjóra og óttast engar afleiðingar: „Ég vil ekki kommúnisma“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anna Karen Jónsdóttir hagfræðingur segist ósammála þeim sem skilgreina skrif hennar í Morgunblaðinu í dag sem rasisma. „Ég skilgreini þetta ekki sem rasisma,“ segir hún í samtali við Mannlíf. Hún segist engar áhyggjur hafa af því að skrif hennar muni skerða atvinnutækifæri hennar í framtíðinni en hún er nýútskrifuð úr Háskóla Íslands.

Skrif hennar hafa verið fordæmd sem viðbjóðslegur rasismi af ýmsum á samfélagsmiðlum og ljóst að mörg fyrirtæki veigri sér við að ráða fólk með svo róttækar skoðanir. Anna Karen er dóttir Jóns Ólafs Halldórssonar, forstjóra Olís og jafnframt nýs formanns Samtaka verslunar og þjónustu. „Ég hef engar áhyggjur af því. Hvers vegna ert þú að hafa áhyggjur af mér?,“ svaraði Anna Karen og hló þegar blaðamaður spurði hana hvort hún hefði ekki áhyggjur af þetta skemmdi atvinnutækifæri hennar.

Margir hafa hneykslast á skrifum Önnu þar sem hún segir svarta Bandaríkjamenn yfirgnæfandi meirihluti afbrotamanna þar. Hún telur réttindabaráttu svartra, Black Lives Matter, vera kommúnistahreyfingu og því slæma. „Ég vil ekki kommúnisma, ég vil ekki kommúnisma,“ margendurtók Anna Karen í samtali við Mannlíf.

Spurð um hvort hún telji svarta bandaríkjamenn fremur glæpamenn en aðra svarar Anna Karen: „Þetta er staðreynd. Það er eins og megi ekki ræða staðreyndir. Það er eins og það sé eitthvað í menningunni þeirra“ svaraði Anna Karen. Áhersla á að þrátt fyrir að svartir séu einungis 13 prósent séu þeir sekir um svo og svo marga glæpi er þekkt minni meðal rasista vestanhafs. Það er raunar skilgreint sem haturstákn af Anti-Defamation League, mannréttindasamtökum gyðinga í Bandaríkjunum. Anna Karen kannst ekki við að vera í slæmum hópi hvað þetta varðar. Fátt var um svör þegar hún var spurð um hvort hún hefði skilning með mótlæti svartra vestanhafs.

Fjöldi fólks hefur fordæmt skrif hennar á Twitter en hér fyrir neðan má sjá brot af því.

- Auglýsing -

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -