Anna Karen Jónsdóttir hagfræðingur segist ósammála þeim sem skilgreina skrif hennar í Morgunblaðinu í dag sem rasisma. „Ég skilgreini þetta ekki sem rasisma,“ segir hún í samtali við Mannlíf. Hún segist engar áhyggjur hafa af því að skrif hennar muni skerða atvinnutækifæri hennar í framtíðinni en hún er nýútskrifuð úr Háskóla Íslands.
Skrif hennar hafa verið fordæmd sem viðbjóðslegur rasismi af ýmsum á samfélagsmiðlum og ljóst að mörg fyrirtæki veigri sér við að ráða fólk með svo róttækar skoðanir. Anna Karen er dóttir Jóns Ólafs Halldórssonar, forstjóra Olís og jafnframt nýs formanns Samtaka verslunar og þjónustu. „Ég hef engar áhyggjur af því. Hvers vegna ert þú að hafa áhyggjur af mér?,“ svaraði Anna Karen og hló þegar blaðamaður spurði hana hvort hún hefði ekki áhyggjur af þetta skemmdi atvinnutækifæri hennar.
Margir hafa hneykslast á skrifum Önnu þar sem hún segir svarta Bandaríkjamenn yfirgnæfandi meirihluti afbrotamanna þar. Hún telur réttindabaráttu svartra, Black Lives Matter, vera kommúnistahreyfingu og því slæma. „Ég vil ekki kommúnisma, ég vil ekki kommúnisma,“ margendurtók Anna Karen í samtali við Mannlíf.
Spurð um hvort hún telji svarta bandaríkjamenn fremur glæpamenn en aðra svarar Anna Karen: „Þetta er staðreynd. Það er eins og megi ekki ræða staðreyndir. Það er eins og það sé eitthvað í menningunni þeirra“ svaraði Anna Karen. Áhersla á að þrátt fyrir að svartir séu einungis 13 prósent séu þeir sekir um svo og svo marga glæpi er þekkt minni meðal rasista vestanhafs. Það er raunar skilgreint sem haturstákn af Anti-Defamation League, mannréttindasamtökum gyðinga í Bandaríkjunum. Anna Karen kannst ekki við að vera í slæmum hópi hvað þetta varðar. Fátt var um svör þegar hún var spurð um hvort hún hefði skilning með mótlæti svartra vestanhafs.
Fjöldi fólks hefur fordæmt skrif hennar á Twitter en hér fyrir neðan má sjá brot af því.
Vá, þessi grein er pjúra rasismi og rök fortíðar sem var aldrei til. https://t.co/6wW2PTxwbX
— Oktavía Hrund (@Oktavia) September 25, 2020
Ókei það er sumsé greinilega til fólk á Íslandi sem fær alla sína menntun í PragerU.
— Halldór Auðar Svansson (@tharfagreinir) September 25, 2020
Ég er í sjokki. Hélt að tvítugur Íslendingur gæti bara ekki haft þessar skoðanir. https://t.co/dvMJwfyPkX
— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) September 25, 2020
Hef ekki lesið jafn ranga og rasíska grein á móðurmálinu eftir eins unga manneskju… bara aldrei. Boðskapur Qanon er kominn tí Íslands. Það þarf að kaffæra þessum boðskap strax. https://t.co/yhQAEDzv4X
— Þórður Jóhannsson (@Thordurjo) September 25, 2020
Hvað var ég að lesa? Nei nei ekki rasismi á íslandi… þetta grein er svakalegt hrærigraut af öfgahægri poppulisimi sem við verðum að vakta yfir helst drepa við fæðingu! Mér er óglátt eftir lestur… https://t.co/HpMiFPgC5U
— Nichole Leigh Mosty (@nicholeleigh19) September 25, 2020
Eg veit að rasisminn á að bögga mig mest, og hann gerir það, en hvað í fjandanum á að þýða að hafa gráðu í hagfræði og skrifa affjármögnun… https://t.co/x54OnoM7wR
— Snæbjörn (@artybjorn) September 25, 2020
Alt right á Íslandi. Vandræðalega illa skrifuð og heimskuleg grein. https://t.co/RTqUjwBX7W
— Óli Gneisti (@OliGneisti) September 25, 2020
Þegar þú vilt vera viss um að öll þjóðin viti að þú ert rasisti. https://t.co/q2FQHQJqbk
— Kristjana Jónsdóttir (@Kristjanaej) September 25, 2020
Hæ, karen. https://t.co/STntLEcu0s
— Stefán Hrafn Hagalín (@StefanHagalin) September 25, 2020
Árið er 2020. Mask off rasismi og “Kommarnir eru alls staðar”.
Er ég í þætti af Quantum Leap? https://t.co/ObiHTl3ZAC
— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) September 25, 2020
https://t.co/IiXkeUQp77 pic.twitter.com/ujfCL8T9Ox
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) September 25, 2020
Þessi grein hefur allt! George Soros, niðurrif vestrænna gilda og heilbrigt magn af grímulausum rasisma. Alslemma. https://t.co/3Flboln28z
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) September 25, 2020
Til hamingju með daginn Anna Karen! pic.twitter.com/MfWo7t0QiE
— Hjalti B. (@HjaltiBValthors) September 25, 2020