Föstudagur 15. nóvember, 2024
2.7 C
Reykjavik

Anna Kristjáns er einmana: „Kæri mig ekkert um að þurfa að treysta á transfóbískan heimilislækni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anna Kristjánsdóttir – búsett á Tenerife – hefur haldið sínum fylgjendum vel upplýstum um lífið á Tene með pistlum sínum.

Nú virðist Anna vera farin að spá í heimför frá Tenerife; nefnir að tungumálið sé ein ástæða þess:

Bitacora hótel Tenerife. – myndin tengist fréttinni ekki beint.

„Ég er búin að reyna að æfa mig í spænskunni á hverjum einasta degi í nærri þrjú ár og hefi sannfærst um að ég sé vonlaus nemandi. Ég hefi vissulega náð að skilja talsverðan ritaðan texta, hefi jafnvel náð að tjá mig á spænsku við fólk, en um leið og fólk byrjar að svara mér, skil ég ekki neitt,“ segir Anna og bætir þessu við:

Västerås í Svíþjóð.

„Ég viðurkenni alveg að Svíþjóð kom alveg til greina, en ég óttast að ég verði að minnsta kosti jafn einmana þar og hér í sólinni. Ég verð að gera mér grein fyrir því að ég er Íslendingur og greiði mína skatta og skyldur til íslenska ríkisins með það að markmiði að fá skjól innan íslenska heilbrigðiskerfisins þegar heilsan tekur að bila. Þá kæri ég mig ekkert um að þurfa að treysta á hugsanlegan transfóbískan heimilislækni sem talar einungis spænsku og arabísku.“

Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid.

Anna segist ekki vita hversu lengi í viðbót hún muni búa á Tene:

„Einsemdin er farin að naga mig og þótt þessi eyja sé yndisleg, þá er ég ein á ferð. Það yrði sennilega sama sagan ef ég flytti til Gran Canaria, en ókosturinn við bæði Gran Canaria og meginland Spánar er ég þarf að geta tjáð mig á sæmilegan hátt á spænsku. Þá er fjölskyldan og flest vinafólkið á Íslandi og ég hlýt að geta þolað nokkra rigningardaga ásamt frosti og snjó í viðbót fyrir andlátið í fjarlægri framtíð. Við sjáum til hvað verður þegar líður á veturinn. Ég mun allavega reyna að þrauka af veturinn, sjáum svo til.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -