Mánudagur 13. janúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Anna með ræningjagrímu í apóteki:„Mótorhjólalöggurnar biðu fyrir utan apótekið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég velti fyrir mér hvort ég ætti að fara beint til læknis eða í apótekið, en mun styttra var að komast í apótekið. Því fylgdi hinsvegar sá ókostur að ég þurfti að fara framhjá lögreglustöðinni í bænum þar sem var stöðug vakt til að fylgjast með óþarfa mannaferðum og sekta þá sem brutu útgöngubannið. Ég ákvað samt að prófa, gerði mig sæta, setti upp ræningjagrímuna sem ég hafði búið til úr gamalli buxnaskálm, fór í bláu latexhanskana og óð af stað,“ segir Anna Kristjánsdóttir í pistli sínum á Mannlíf, en hún hefur verið búsett á Tenerife síðan um miðjan ágúst í fyrra.

Í pistlinum segir hún frá því að hún hafi vaknað um miðja nótt með slæma verki á hálsinum, og gat hún ekki með nokkru móti hreyft höfuðið nema að allur líkaminn fylgdi með. „Hálsrígurinn illræmdi sem ég þjáðist af í lok síðustu aldar var kominn aftur eftir öll þessi ár og nú var engin Oddný hnykkjari nálæg til að hnykkja mig og ljóst að enginn hnykkjari eða sjúkraþjálfari í Paradís væri tilbúinn að beita sínum góðu aðferðum til að losa mig við verkina á tímum kórónavíruss og dauða.“

Anna reyndi að þrauka nóttina, og eftir þegar hún gat hreyft höfuðið og verkirnir fóru að lina eftir sturtu og heita bakstra, tók hún Parkódín og varð sæmilega til að klæða sig og fá sér morgunkaffið.

Lögreglan lét Önnu afskiptalausa

Á leið hennar í apótelið voru voru nokkrir lögreglumenn utan við lögreglustöðina að ræða sín á milli um afrek sín við að reka fólk heim sem brotið hafði útgöngubannið, eins og Anna segir, en hún óð í gegnum hópinn og áfram sína leið.

„Rétt áður en ég kom að apótekinu komu tveir lögreglumenn á mótorhjólum, sá fremri rétti upp hendina eins og til að stöðva mig, en ég veifaði á móti með bláu höndinni og fór inn í apótekið.“

- Auglýsing -

Þar inni var búið að breyta skipulagi sökum kórónaveirunnar og ssetja upp hlífar úr plexigleri við afgreiðsluborðin. Segist Anna ekki hafa skilið mikið af því sem lyfjafræðingurinn sagði á bak við grímu hans og plexíglerið, og sjálf hafi hún ekki verið betri.

„Ég var ekkert betri, benti á hálsinn á mér og gerði merki sem ekki gat misskilist. Gel eða pillur, spurði hann þá. Ég dró aðeins niður ræningjagrímuna, gel og pillur, svaraði ég,“ segir Anna sem fékk hraða afgreiðslu, greiddi með snertilausu korti og hélt heim.

„Mótorhjólalöggurnar biðu fyrir utan apótekið en þegar þær sáu mig með pokann héldu þær í burtu og ég komst heim án vandræða,“ segir Anna sem telur nú dagana heima þar til útgöngubanni verður aflétt og hnykkjarar mæta aftur til starfa, „það er að segja þeir sem munu lifa af kórónuveiruna.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -