Föstudagur 10. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Anna Svava nýtur lífsins á Spáni: „Ég er bara ekkert að spá í framtíðinni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anna Svava Knútsdóttir hlýtur þann heiðurstitil að vera afmælisbarn dagsins hjá Mannlífi. Þessi drepfyndna og hæfileikaríka leikkona er 45 ára í dag.

Anna Svava er þekktur senuþjófur en hún hefur ávalt slegið í gegn í þeim verkum sem hún hefur tekið að sér, hvort sem um er að ræða uppistönd, hlutverk í áramótaskaupum eða í sjónvarpsþáttum á borð við Ligeglad og Verbúðin. Ísbúðin sem hún opnaði árið 2013, Valdís, sló einnig aldeilis í gegn hjá ísþyrstum landanum.

Blaðamaður Mannlífs hringdi í Önnu Svövu sem er stödd á Tenerife þessa dagana, og spurði hana hvort og þá hvernig hún ætlaði að halda upp á afmælið.

„Heyrðu já, ég fékk barnlausan dag í afmælisgjöf. Ég er á Tenerife núna en ég bý á Spáni núna. Þannig að ég ætla að fagna deginum með vinkonu minni, við ætlum að fara í búðir og á kaffihús og eitthvað fleira,“ sagði Anna Svava og hljómaði mjög sátt við gjöfina. Aðspurð hvort hún væri flutt á Tenerife, sagðist hún ekki svo vera en hún væri flutt til Spánar tímabundið en þar væri búið að rigna í þrjár vikur þannig að ákveðið var að skella sér til Tenerife.

En er eitthvað á döfinni hjá Önnu Svövu á næstunni?

„Nei, að hringir örugglega einhver einhverntíman í mig bara,“ svaraði Anna Svava hlæjandi og bætti við: „Það kemur alltaf eitthvað, ég er bara ekkert að spá í framtíðinni.“

- Auglýsing -

Mannlíf óskar Önnu Svövu innilega til lukku með daginn!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -