Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Anna vaknaði upp við vondan draum: „Vitandi upp á aðra skömmina, ekki mig sem geri aldrei mistök að eigin mati“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Hvorugri okkar datt í hug að fara til Íslands til þess eins að vera byrði á fólki meðan á sóttkví stæði og vera síðan í óvissu um framhaldið, hvenær við kæmumst aftur heim til Paradísar,“ segir Anna Kristjánsdóttir í pistli sínum á Mannlíf, en hún hefur verið búsett á Tenerife síðan um miðjan ágúst í fyrra.

Anna segir frá því að hún og vinkona hennar hafi átt farmiða til Íslands, og var hugmyndin að skreppa til heimalandsins í helgarferð og koma ættingjum og vinum á óvart, en þær áttu farmiða aftur til Tenerife fjórum dögum seinna.

„Áður en kom að ferðinni ákváðu Íslendingar að setja alla sem komu frá Spáni í fjórtán daga sóttkví sem er eðlileg varúðarráðstöfun sérstaklega fyrir þá sem komu til Íslands frá meginlandi Spánar,“ segir Anna, en bætir við að á Tenerife og öðrum eyjum þar í kring hafi ekki verið mikið um smit vegna kórónuveirufaraldursins. Hún sé fylgjandi reglum, en sóttkví í 14 daga sé ekki möguleg fyrir einstaklinga sem ætluðu aðeins í fjögurra daga ferð. Þær stöllur hafi því hætt við ferðina.

Vildu ekki vera byrði á öðrum

„Hvorugri okkar datt í hug að fara til Íslands til þess eins að vera byrði á fólki meðan á sóttkví stæði og vera síðan í óvissu um framhaldið, hvenær við kæmumst aftur heim til Paradísar.“

Anna segir að hún hafi fylgst með skilaboðum sem dundu á henni og öðrum Íslendingum erlendis um að flýta sér heim, í símt0lum á netinu og svo reglulegum póstum frá Utanríkisráðuneytinu þar sem hún er áminnt um að koma sér heim til Íslands hið fyrsta.

- Auglýsing -

„Það gleymist bara eitt. Ég vil ekki fara heim. Ég vil vera hér í sól og sumaryl flesta daga.“

Vaknað upp við vondan draum

Anna vaknaði því upp við vondan draum þegar hún fékk skilaboð frá íslenskri nágrannakonu sinni um að allir útlendingar yrðu að vera farnir burtu eftir nokkra daga.

- Auglýsing -

„Það fóru að renna á mig tvær grímur. Hafði ég misskilið eitthvað?“ Segir Anna sem taldi þá kröfu einungis eiga við um ferðamenn.

Hún segist hafa vitað upp á sig skömmina, þó hún reyndi að koma henni yfir á aðra, „ekki mig sem geri aldrei mistök að eigin mati.“

Leigusamningur Önnu var ógildur og því góð ráð dýr, og væntanlega hægt að henda henni úr landi á þeim forsendum. Eftir að hafa heimtað nýjan leigusamning með hraði hjá leigumiðluninni, bankaði rússneska konan upp á, leigusali Önnu og rétti henni nýjan leigusamning til undirritunar.

„Og þá var ekki spáð í tveggja metra fjarlægð á milli fólks, allt undirritað og ég greiddi leiguna í apríl með evrum, ekkert kórónusmit þar, og svo kvöddumst við með virktum, hún harðánægð með peningana sína og ég með nýja leigusamninginn.“

Um kvöldið ákvað Anna að segja vinkonu sinni frá Rúmeníu, þýðanda hennar, frá áhyggjum sínum og nýja leigusamningnum. Svar vinkonunnar var einfalt: „Hún hló að mér.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -