Það var um klukkan tíu í gærkvöldi þegar lögreglu barst tilkynning um menn sem voru vopnaðir hnífum utan við skemmtistað í miðbænum. Lögregla brást hratt við og sendi fjölmennt lið á vettvang en höfðu mennirnir látið sig hverfa þegar komið var á vettvang.
Skömmu síðar var tilkynnt um að manni væri haldið utan við skemmtistað í miðbænum og talið var að málin tengdust. Lögregla sem var enn við leit vegna fyrra málsins náði mönnunum eftir skamma stund og voru alls fjórir handteknir. Mennirnir gerðu tilraun til þess að losa sig við áberandi fatnað og hlaupa undan lögreglu en fatnaðurinn fannst einnig við handtökustaðinn. Mennirnir fjórir voru vistaðir í fangageymslu en er rannsókn málsins á frumstigi. Að öðru leyti var nóttin hjá lögreglu róleg.