Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Annar karlmaður handtekinn grunaður um aðild að skotárásinni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið annan karlmann á þrítugsaldri í tengslum við skotárásina í Grafarholti í nótt. Í morgun var Hrannar Fossberg Viðarsson handtekinn á Miklubrautinni en hinn maðurinn var handtekinn eftir hádegi. Þá hefur lögreglan einnig lagt hald á bifreið og skotvopn sem grunur leikur á að hafa verið notuð við árásina. Rúv sagði frá þessu í dag.

Kona og maður voru flutt á slysadeilt í nótt eftir að hafa orðið fyrir skoti en eru þau ekki í lífshættu.

Lögreglan sendi frá sér tilkynningu um málið í dag þar sem hún segir málið mjög alvarlegt og að mikill viðbúnaður hafi verið hjá embættinu þegar tilkynningin barst í nótt. Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur aðstoðað lögregluna við rannsókn málsins.

Lögreglan verst allra frekari frétta af málinu að sinni.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -