- Auglýsing -
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið annan karlmann á þrítugsaldri í tengslum við skotárásina í Grafarholti í nótt. Í morgun var Hrannar Fossberg Viðarsson handtekinn á Miklubrautinni en hinn maðurinn var handtekinn eftir hádegi. Þá hefur lögreglan einnig lagt hald á bifreið og skotvopn sem grunur leikur á að hafa verið notuð við árásina. Rúv sagði frá þessu í dag.
Kona og maður voru flutt á slysadeilt í nótt eftir að hafa orðið fyrir skoti en eru þau ekki í lífshættu.
Lögreglan sendi frá sér tilkynningu um málið í dag þar sem hún segir málið mjög alvarlegt og að mikill viðbúnaður hafi verið hjá embættinu þegar tilkynningin barst í nótt. Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur aðstoðað lögregluna við rannsókn málsins.
Lögreglan verst allra frekari frétta af málinu að sinni.