Laugardagur 18. janúar, 2025
0.3 C
Reykjavik

Annarlegur á „Evuklæðum“ – Annar í gylltum skóm

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Í dag bók lögreglunnar kemur meðal annars fram að um hálffjögur í nótt afklæddist maður í annarlegu ástandi í miðborginni „og gengur um á evuklæðunum [sic], hann handtekinn og gistir hann fangageymslur þar til af honum rennur.“

Nokkrir aðrir einstaklingar í annarlegu ástandi voru til vandræða. Um hálfellefu var komið að manni sem lá ofurölvi í götunni, honum var ekið heim til sín. Tveimur tímum síðar kom tilkynning um æstan mann sem var til ama, en hann var farinn þegar lögreglan kom á staðinn. Laust fyrir eitt í nótt var tilkynnt um ofurölvi mann sem braut rúðu í miðbænum og var honum ekið heim eftir að lögreglan hafði rætt við hann. Rúmlega fimm var einn maður handtekinn vegna ástands síns og gistir hann fangageymslur þar til af honum rennur.

Í gærkvöldi voru tvær konur leystar úr prisund í miðbænum, en þær höfðu fests í lyftu.

Eignaspjöll voru framin, en gylltri málningu var úðað á tvær bifreiðar. Gerandi var handtekinn í öðru máli síðar um kvöldið, en þá var komið að honum þar sem hann var að henda hlutum út á götu. Var hann klæddur skóm sem ataðir voru í gylltri málningu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -