Mánudagur 25. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

„Annars höfum við í sjálfu sér ekkert um þetta að segja“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ekki er nóg að framkvæmdum við Hvalárvirkjun hafi verið slegið á frest heldur þarf að fara fram opinber rannsókn á öllu ferlinu. Elías Kristinssson, sjómaður á Dröngum í Árneshreppi á Ströndum, er sannfærður um að lög hafi verið brotin og krefst lögreglurannsóknar.

„Varðandi kröfu um opinbera rannsókn þá er að sama skapi lítið um það að segja annað en að til þess bær yfirvöld eru best til þess fallin að taka afstöðu til þess“

Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar HS Orku, bendir á að þær framkvæmdir sem tengjast Hvalárvirkjun séu fyrst og fremst málefni Vesturverks að svara fyrir. Aðspurður segist hann ekki tjá sig um einstaka samskipti við aðila nema þau væru opinber. „Við reynum þó almennt að svara þeim fyrirspurnum sem er beint til okkar og tengjast HS Orku. Annars höfum við í sjálfu sér ekkert um þetta að segja. Varðandi kröfu um opinbera rannsókn þá er að sama skapi lítið um það að segja annað en að til þess bær yfirvöld eru best til þess fallin að taka afstöðu til þess.“

Vesturverk sem er að mestu í eigu HS Orku hugðist reisa Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum og virtist fátt koma í veg fyrir þær fyrirætlanir. Skipulagsstofnun taldi að virkjunin kæmi til með að hafa veruleg neikvæð áhrif á óbyggð víðerni Vestfjarða. Óbyggðanefnd hafði úrskurðað Drangjökul sem þjóðlendu og landeigendur stóðu í deilum vegna vegagerðar og landamerkja. Náttúrfræðistofnun blandaðist í málið eftir að andstæðingar virkjunarinnar vísuðu á að friðaðir steingervingar væru á framkvæmdasvæðinu.

Fjögur íslensk náttúruverndarsamtök börðust gegn áformunum, Landvernd, Náttúrverndarsamtök Íslands, Ungir umhverfissinnar og Rjúkandi, með því að leggja tvívegis fram kæru gegn deilduskipulagi og framkvæmdaleyfi Hvalárvirkjunar. Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin tóku undir þá kröfu að svæðið beri að vernda. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði stöðvunarkröfunni í fyrra og til stóð að nefndin tæki afstöðu til seinni kæru náttúrverndarsamtakanna fjögurra. Á endanum kom ekki til þess, framkvæmdum var slegið á frest í COVID-19 faraldrinum, en þær áttu að hefjast nú í sumar, skrifstofu Vesturverks var lokað og starfsfólki sagt upp.

Lestu nánar um málið í Mannlífi sem kom út í gær.

Lesa Mannlíf

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -