Enn ein veðurviðvörunin tekur gildi á landinu í kvöld og í nótt. Þá er greint frá því á vef Veðurstofu Íslands að gul viðvörun taki gildi víða á landinu um miðjan daginn í dag.
Veðrið mun versna talsvert þegar líður á kvöldið og búist er við að gular viðvaranir breytist í appelsínugular.
Búast má við að vindhviður nái allt að 30 m/s ,enn hvassara verður á miðhálendinu og slæmt ferðaveður víða. Einnig er varað við hálku þar sem hiti verður á bilinu núll til fjögur stig. Á höfuðborgarsvæðinu gæti hálka orðið töluvert mikil þar sem búist er við rigningu og fólk því hvatt til þess að fara varlega.
Þá verða síðustu viðvaranir í gildi þar til um miðjan dag á morgun.