Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Árdís lýsir árás sem eiginmaður hennar varð fyrir: „Rasisminn lifir góðu lífi hér á landi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Í dag hringir maðurinn minn í mig og segir mér að ráðist hafi verið á hann í vinnuni, bæði munnlega og líkamlega.“ Svona hefst Facebook-færsla sem Árdís Pétursdóttir birti á föstudaginn. Þar lýsir hún árás sem eiginmaður hennar, Destiny Mentor Nwaokoro, varð fyrir.

Árdís segir viðskiptavin í verslun, þar sem Destiny starfar, hafa veist að honum. „Þessi maður snýr sér svo að Destiny, kallar hann negra, og byrjar að garga á hann svo glymur um alla verslun. Hann lemur í bringuna á Destiny með báðum höndum, svo hann meiðir sig, kallar hann African monkey, mongoloid, negra, nigger og fleira,“ skrifar Árdís.

Árdís segir eiginmann sinn ekki hafa svarað fyrir sig á þessari stundu en samstarfsfólk hans kom honum til aðstoðar.

„Sem betur fer þá voru samstarfsfélagar hans nokkuð snöggir á staðinn þegar þeir heyra þessi niðuryrði öskruð, og ganga á milli þeirra til að varna því að gengið yrði hreinlega í skrokk á Destiny. Kúnnar urðu vitni að þessu, og var verslunarstjóra tjáð að þetta væri atburðaröðin og sögðu að starfsmaður hefði ekkert sagt né gert meðan á þessu gekk.“

Árdís kveðst hafa hringt í lögregluna skömmu eftir að hún frétti af árásinni. „Destiny er skiljanlega í sjokki, sár og reiður, og hefur hvergi að leita með þetta mál strax vegna þess að til að kæra svona árás þarf að hringja strax í lögreglu, en það var ekki gert heldur hringdi ég í lögreglu. Þar er mér sagt að fyrst enginn hringdi í lögregluna þarf að panta tíma hjá lögreglunni og bíða í nokkra daga til að fá tíma.“

Árdís endar færsluna sína svona: „Já gott fólk, þetta gerðist hér á Íslandi, þetta herrans ár 2019. Rasisminn lifir góðu lífi hér á landi.“

Færsluna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -