Í gærkvöldi þurfti lögregla að hafa afskipti af pari. Parið var sofandi í bíl og var vél bílsins í gangi. Var fólkið í annarlegu ástandi þegar lögreglu bar að garði. Maðurinn er grunaður um að hafa brotið vopnalög og haft fíkniefni í fórum sér.
Þá var kona handtekin í miðbæ Reykjavíkur. Konan sem var í annarlegu ástandi er grunuð um hafa gengið berserksgang og skemmt hluti sem á vegi hennar urðu. Einnig er hún grunuð um þjófnað og vörslu fíkniefna. Lögregla fór með konuna niður á lögreglustöð þar sem hún var sett bak við lás og slá.
Karlmaður var handtekinn í hverfi Laugardals um klukkan half tíu í gær. Maðurinn var grunaður um bæði brot á vopnalögum og að hafa áreitt börn í hverfinu. Sagði maðurinn ekki svo vera, heldur hafi börnin verið að gera dyraat við heimil hans. Lögregla vistaði manninn í fangaklefa og rannsakar málið.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíknefna.